Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   þri 16. júní 2020 12:55
Fótbolti.net
Passion league spáin - 4. deildin í sumar
Magnús Valur Böðvarsson er sérfræðingur um 4. deildina.
Magnús Valur Böðvarsson er sérfræðingur um 4. deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Jugovic leikmaður GG.  GG er spáð 2. sætinu í A-riðli.
Ivan Jugovic leikmaður GG. GG er spáð 2. sætinu í A-riðli.
Mynd: Benóný Þórhallsson
Fyrrum landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfar lið KFS.
Fyrrum landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfar lið KFS.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birninum er spáð 1. sæti í B-riðli.
Birninum er spáð 1. sæti í B-riðli.
Mynd: Björninn
Hjörtur Júlíus Hjartarson spilar með SR og er að reyna að ná Íslandsmeti.
Hjörtur Júlíus Hjartarson spilar með SR og er að reyna að ná Íslandsmeti.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Snæfellingum er ekki spáð jafn góðu gengi og í fyrra.
Snæfellingum er ekki spáð jafn góðu gengi og í fyrra.
Mynd: Snæfell
Örvar Hugason (til hægri) er lykilmaður hjá Stokkseyri.
Örvar Hugason (til hægri) er lykilmaður hjá Stokkseyri.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Úr leik Berserkja og Hamars í fyrra.  Þessi lið eru saman í riðli í ár.
Úr leik Berserkja og Hamars í fyrra. Þessi lið eru saman í riðli í ár.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Sölvi Gylfason er þjálfari Skallagríms.  Borgnesingum er spáð 4. sæti í C-riðli.
Sölvi Gylfason er þjálfari Skallagríms. Borgnesingum er spáð 4. sæti í C-riðli.
Mynd: Sigga Leifs
Andri Janusson framherji KFB.
Andri Janusson framherji KFB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Logi Gylfason leikmaður Hvíta Riddarans.
Gunnar Logi Gylfason leikmaður Hvíta Riddarans.
Mynd: Raggi Óla
Eiríkur Raphael Elvy þjálfari Árborgar.
Eiríkur Raphael Elvy þjálfari Árborgar.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þórður Steinar Hreiðarsson er einn af mörgum reynsluboltum í liði Smára.
Þórður Steinar Hreiðarsson er einn af mörgum reynsluboltum í liði Smára.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Úr leik hjá KFR og Kríu.
Úr leik hjá KFR og Kríu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Keppni í 4. deild karla hefst í kvöld en 31 lið tekur þátt í deildinni í ár líkt og í fyrra.

Magnús Valur Böðvarsson hefur um árabil verið helsti sérfræðingur 4. deildarinnar á Íslandi og hér er spá hans fyrir sumarið.

A - riðill
Í fljótu bragði virðist A riðillinn vera slakasti riðillinn í deildinni í ár. Baráttan um sæti í úrslitakeppni verður líklega á milli GG, KFS, Ýmis og ÍH.

1. sæti - ÍH
ÍH ingar voru arfaslakir á seinasta ári og áttu sitt versta tímabil í lengri tíma. Þeir hafa hinsvegar blásið í herlúðra og sankað að sér mörgum frábærum leikmönnum aftur í þeirra raðir og ætla sér ekkert annað en sigur í riðlinum. Til þess þarf allt að ganga upp og lykilmenn að haldast heilir. Markmannsstaðan hefur verið vesen hjá Hafnfirðingunum og spurning hvort það eigi eftir að hafa áhrif á þá.
Lykilmenn: Magnús Stefánsson, Eiríkur Viljar Kúld og Ragnar Pétursson.

2. Sæti - GG
Jugovic mafían í Grindavík kann svo sannarlega að spila fótbolta. Ivan á miðjunni, síðan verður Milos upp á topp og ég verð hissa ef hann nær ekki 15 mörkum í ár, þvílík gæði sem eru í þessum dreng og gæti hann alveg spilað í sterkari deild heldur en í passion league. Spurning hvort Boris bróðir þeirra bætist í hópinn. GG var með gríðarlega sterkt lið í fyrra en duttu út í úrslitakeppninni eftir að hafa misst lykilmenn í Grindavík í lok félagaskiptagluggans auk meiðsla lykilmanna. Þeir stefna bara á úrslitakeppni í ár og annað óásættanlegt.
Lykilmenn: Ivan Jugovic, Milos Jugovic og Gylfi Örn Öfjörð

3.sæti - Ýmir
Ýmismenn hafa verið með áskrift af sæti í úrslitakeppni á undanförnum árum en svo virðist vera sem algjör kynslóðaskipti vera eiga sér stað hjá félaginu. Þeir þurfa að ná að draga eitthvað af eldri reyndari leikmönnum á flot til að geta siglt í úrslitakeppnina enn eitt árið því ungu strákarnir eru flottir í fótbolta. Takist það ekki má reikna með að þeir þurfi að sitja hjá þetta árið.
Lykilmenn: Arian Ari Morina, Kristófer Ernir Haraldsson og Eiður Gauti Sæbjörnsson.

4.sæti - KFS
Eyjamenn mæta alltaf með flott lið til leiks og engin undantekning er í ár enda komnir með Gunnar Heiðar Þorvaldsson í brúnna. Þeir tapa venjulegast ekki leik í Eyjum en útivöllurinn hefur verið þeirra akkilesarhæll árum saman. Þeir þurfa að breyta því ef þeir ætla gera alvöru atlögu að sæti í úrslitakeppninni.
Lykilmenn: Benedikt Októ Bjarnason, Daníel Ingi Sigmarsson og Hallgrímur Þórðarson.

5.sæti - Vatnaliljur
Vatnaliljur hafa ávallt verið með miðlungs 4. deildarlið og svo virðist sem lítil breyting vera þar á. Það er oft erfitt að mæta þeim enda baráttulið sem spilar oftar en ekki fast. Þá virðist sem Guðjón markvörður þeirra vera í sínu besta standi í fleiri ár sem gæti reynst dýrmætt. Vandamál hjá Vatnaliljum hefur lengi verið markaskorun og verða þeir að bæta úr því ætli þeir sér að ná ofar.
Lykilmenn: Guðjón Frímann Þórunnarson, Bjarki Steinar Björnsson og Óðinn Ómarsson.

6.sæti - Léttir
Léttismenn hafa verið með sterkt lið undanfarin ár og farið í úrslitakeppni eða verið í baráttu um það. Þeir virðast hinsvegar mæta ryðgaðir til leiks í ár og margir lykilmenn hætt og ungir strákar tekið við keflinu.
Lykilmenn: Jón Ágúst Engilbertsson, Kristófer Davíð Traustason og Steinar Haraldsson.

7.sæti Uppsveitir
Uppsveitamenn koma í fyrsta sinn inn í 4.deildina og fögnum við nýjum landsbyggðarliðum. Það er staðreynd að fyrsta ár getur oft reynst erfitt og of fáir leikmenn hafa mikla reynslu af deildarkeppni á íslandi. Þeir spila á hinum skemmtilega Flúðavelli og eru í geggjuðum búningum. Spurning hvort frasinn IF you look good, you play good" hjálpi liðinu ofar í töfluna.
Lykilmenn: Bjarki Freyr Guðmundsson, Máni Snær Benediktsson og Daniel Costel Boca.

8.sæti Afríka
Það er nær ómögulegt að segja til um hvernig lið Afríku verður þetta árið en þeir hafa næstum alltaf endað í neðsta sæti riðilsins og því í raun erfitt að spá þeim annarsstaðar. Þeir eiga það þó til að eiga ágætis tímabil og standa vel í liðum og ná í nokkur stig. Spurning hvort þeir nái að safna einhverjum stigum í ár.
Lykilmenn: Marcin Dawid Czernik, Alessandro Dias Bandeira, Dawid Choinski

B- riðill
B riðillinn er áhugaverður í ár. Bjarnarmenn og Kormákur/Hvöt komust í úrslitakeppni í fyrra og hafa veikst. Snæfell setti í fyrra met í stigafjölda án þess að komast í úrslitakeppni en þeir virðast einnig hafa veikst á meðan SR og Álafoss hafa styrkt sig talsvert. Líklegt er að þau berjist um sæti í úrslitakeppninni í ár.

1. Sæti - Björninn
Þrátt fyrir að hafa misst sinn aðal markaskorara virðast Bjarnarmenn í fínu formi undir styrkri stjórn Axels Sæmundssonar þjálfara þeirra. Þeir ætla sér upp um deild í ár en þyrftu líklega að styrkja sig eitthvað ætli það að ganga eftir. Það er pressa á þeim að fylgja eftir frábæru tímabili í fyrra.
Lykilmenn: Daníel Þór Ágústsson, Júlíus Orri Óskarsson og Geraldo Pali.

2.sæti - SR
Við teljum að SR liðið gæti orðið spútnik liðið í ár, ágætis blanda af ungum leikmönnum í bland við frábæra reynslumikla menn. Þá hefur hinn 45 ára gamli Hjörtur Hjartarson íslandsmet að stefna að og vantar rétt um 10 mörk upp á að verða markahæsti leikmaður á Íslandi frá upphafi. Gengi þeirra hefur ekki verið til útflutnings undanfarin ár og setjum við smá pressu á þá þar sem þeir líta talsvert vel út í ár.
Lykilmenn: Rafn Andri Haraldsson, Hjörtur Júlíus Hjartarson og Guðfinnur Þórir Ómarsson.

3.sæti - Kormákur/Hvöt
Norðanmenn voru hársbreidd frá því að fara upp úr 4.deildinni í fyrra og hafa misst nokkra leikmenn. Þeir virðast þó ætla að halda í Juan Carlos Dominguez og spurning er með hina Spánverjana tvo sem skiluðu liðinu langt í fyrra. Þeir hafa tvo af bestu grasvöllum deildarinnar á Hvammstanga og Blönduósi og töpuðu ekki leik heima í fyrra. Þeir þurfa að halda því áfram ætli þeir sér í úrslitakeppnina.
Lykilmenn: Juan Carlos Dominguez, Ingvi Rafn Ingvarsson og Hilmar Þór Kárason

4.sæti Álafoss
Álafoss hefur verið með stígandi lið, fyrstu tv0 árin erfið og hafa tekið stórstigum framförum síðan þá og leikmenn orðnir reynslumeiri. Liðið stóð vel í Lengjudeildarliði Þróttar í bikarnum og virðast í miklu betra líkamlegu formi en undanfarin ár. Þeir setja stefnuna á úrslitakeppni í ár en það gæti reynst erfitt enda með sterkum liðum í riðli. Þeir hafa bætt við sig alvöru markaskorara í Ísaki Mána og vonast til að hann geti raðað mörkunum inn í ár.
Lykilmenn: Ísak Máni Viðarsson, Ægir Örn Snorrason og Leifur Kristjánsson

5.sæti - Snæfell
Snæfellingar settu íslandsmet í fjölda stiga í fyrra án þess að fara í úrslitakeppni. Þeir voru gríðarlega sterkir í fyrra en svo virðist sem ákveðin óeining sé innan klúbbsins og óvissa um hvaða erlendu leikmenn verða áfram hjá liðinu. Þeir virðast samt sem áður með mjög flott lið og geta hæglega endað ofar í riðlinum sem er mjög sterkur.
Lykilmenn: Milos Janicijevic, Julio Fernandez de La Rosa og Leó Örn Þrastarson

6.sæti KFR
Rangæingar voru slakir á seinasta ári en ætla rífa sig í gang í ár. Það er alltaf erfitt að mæta liði KFR sem gefast aldrei upp. Þeir ætla augljóslega að afsanna þessa spá enda með flott lið með fína hefð.
Lykilmenn: Ævar Már Viktorsson, Jóhann Gunnar Böðvarsson og Aron Daníel Arnalds.

7.sæti - Stokkseyri
Stokkseyringar hafa átt erfið timabil undanfarin ár en virðast koma með fínt lið í ár. Því miður er riðillinn gríðarlega sterkur og gætu þeir hæglega endað ofar enda með marga mjög flotta fótboltamenn. Spurning hvort þeir nái að draga suðurlandsins einu von, Arilíus Marteinsson á fætur þá gætu þeir vel endað talsvert ofar.
Lykilmenn: Örvar Hugason, Arilíus Óskarsson og Eyþór Gunnarsson,

C - riðill
C riðillinn virðist ólíkindatól í ár og á eðlilegu ári hefði baráttan verið augljóslega milli Berserkja, Skallagríms og Hamars. Í ár virðist hinsvegar vera óeðlilegt ár og baráttan líklega milli Berserkja, Ísbjarnarins, Skallagríms og KÁ. Þá voru Samherjar gríðarlega öflugir í fyrra og gætu komið á óvart.

1.Sæti - Berserkir
Berserkir hafa verið fastagestir í úrslitakeppninni undanfarin ár og eru alltaf sterkir. Ef Berserkir mæta til leiks eins og venjulega fara þeir beint í úrslitakeppnina en alveg væri hægt að sjá þá detta alveg niður í 4. sæti ef hlutirnir ganga ekki upp. Gæti orðið skrítinn riðill þetta árið.
Lykilmenn: Kormákur Marðarson, Andri Steinn Hauksson og Gunnar Jökull Johns.

2.sæti - KÁ
Ásvallamenn ollu miklum vonbrigðum í fyrra eftir að hafa verið spáð 2. sæti og stóðu engan vegin undir þeim væntingum. Hinsvegar hafa þeir fengið Salih Heimir Porcha sem þjálfara og það lið hlýtur að vera í rosalegu formi með fullt af ungum strákum. Spurningin er hvort þeir séu með nógu reynslumikið lið til að koma sér í úrslitakeppnina í ár.
Lykilmenn: Haukur Björnsson, Birgir Þór Þrastarson og Sindri Hrafn Jónsson

3.sæti - Skallagrímur
Lið sem hefur jafn flottan völl, jafn góða umgjörð, með yngri flokka og bæjarfélag á bakvið sig ásamt að hafa á einum tímapunkti komist í efstu deild í fótbolta, ætti alls ekki að vera í neðstu deild og helst ætti að vera amk alltaf í úrslitakeppninni. Það hefur ekki verið þannig í Borganesi en þeir gera kröfu um slíkt í ár. Menn hljóta gera meiri kröfur í ár í Borganesi.
Lykilmenn: Viktor Ingi Jakobsson, Declan Redmond og Magnús Helgi Sigurðsson.

4.sæti - Ísbjörninn
Ísbjörninn hefur aldrei gert neinar rósir í neðstu deild og oftar en ekki verið í neðsta sæti riðilsins. Í ár virðist liðið hinsvegar gríðarlega sterkt og ætti í raun og veru að vera spáð í úrslitakeppninni í ár. Hinsvegar fær saga félagsins að ráða því sæti að þeim sé ekki spáð ofar. Þeir eru komnir með gríðarlega fjölmennan æfingahóp og virðast sem nýtt lið. Voru óheppnir að detta útúr bikarnum gegn Birninum og virðast koma sterkir til leiks í ár.
Lykilmenn: Orats Reta, Ronald Olguin Gonzales og Þorlákur Ingi Sigmarsson.

5.sæti - Hamar
Hamarsmenn hafa verið í baráttu um sæti í úrslitakeppninni undanfarin ár og nær alltaf verið spáð þangað og ekki staðið undir væntingum. Nú er pressan hinsvegar ekki á þeim þetta árið og spurning hvort þeir nái að berjast um annað af efstu sætunum. Þeir virka hinsvegar í fyrstu sýn slakari í ár heldur en seinustu tvö ár og er því aðeins spáð 5. sætinu í ár sem væri auðvitað skandall í Hveragerði.
Lykilmenn: Bjarki Rúnar Jónínuson, Magnús Ingi Einarsson og Sam Malsom.

6.sæti - Samherjar
Eftir að hafa náð 4. sætinu í riðli sínum í fyrra væri 6. sætið skref niður á við. Lið Samherja kemur sterkara til leiks með hverju árinu og ekki er auðvelt að fara norður í alvöru slagsmálaleik. Þeir hafa hinsvegar ekki haft alvöru stöðugan markaskorara né með stöðugan markvörð á undanförnum árum og það gæti haft áhrif. Nái þeir að laga það gæti þeir vel verið ofar í deildinni.
Lykilmenn: Ágúst Örn Víðisson, Brynjar Logi Magnússon og Hreggviður Heiðberg Gunnarsson

7.KFB
Nýtt lið á Álftanesi sem hefur að skipa gömlum kempum úr liði Álftanes í bland við unga stráka sem ekki hafa komist í liðið þar. Fyrsta árið getur reynst nýjum liðum afar erfitt og þurfa að treysta á að reynsluboltarnir haldist heilir. Markaskorun virðist lítið vandamál hjá Álftanesliðinu en varnarleikurinn hefur verið hríplekur. Nái þeir að laga það gætu þeir komið á óvart.
Lykilmenn: Andri Janusson, Magnús Ársælsson og Logi Steinn Friðþjófsson.

8. - KM
Miðbæjarliðinu er spáð neðsta sæti í ár og er það helst byggt á að sterkustu leikmenn liðsins eru farnir í Ísbjörninn. Þá virðast þeir vera með afar þunnskipaðan hóp sem gæti reynst þeim erfitt.
Lykilmenn: Alexander Irving Guridy Peralta, Martin Luke Forward, Andrew Calderwood

D - riðill
Dauðariðillinn. Þessi riðill virðist í fyrstu vera yfirburðar sterkasti riðillinn í deildinni og ekki ólíklegt að fimm sterkustu lið þessa riðils væru öll í baráttu um sæti í úrslitakeppninni ef þau hefðu verið í eitthvað af hinum riðlunum.

1.sæti Hvíti Riddarinn
Liðsmenn Hvíta hafa verið fastagestir í úrslitakeppninni árum saman. Þeir eru gríðarlega vel drillaðir, þekkja vel inná hvorn annan, eru í góðu formi en annað árið í röð í lang sterkasta riðlinum. Þeir skriðu inní úrslitakeppnina í fyrra eftir sigur á Snæfelli í lokaumferðinni og mega líklega ekki misstíga sig mikið til að komast þangað í ár.
Lykilmenn: Egill Jóhannsson, Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban og Gunnar Logi Gylfason

2. sæti Árborg
Árborg er líklega það lið sem hefur hvað oftast komist í úrslitakeppni í sögunni, amk nær alltaf verið í baráttu um það. Þeir virðast ætla koma gríðarlega sterkir til leiks í ár og slógu meðal annars út feiknasterkt lið Augnabliks út í bikarnum. Þeir eru í góðu formi, alvöru klúbbur með góða umgjörð og hafa sjúkraþjálfara og styrktarþjálfara svo dæmi séu tekin. Allt gert til að reyna koma sér upp úr þessari deild en verkefnið verður mjög erfitt í ár.
Lykilmenn: Árni Páll Hafþórsson Haukur Ingi Gunnarsson og Guðmundur Garðar Sigfússon

3. sæti KH
KH féll í fyrra úr 3.deild og setja stefnuna þangað beint aftur. Þeir þurfa mikið að hafa fyrir því þar sem riðillinn er sterkur. Þeir hafa hinsvegar hefðina að komast í úrslitakeppnina og því þurfa þeir að hoppa upp um eitt sæti ætli þeir sér þangað.
Lykilmenn: Sveinn Ingi Einarsson, Alexander Lúðvíksson og Haukur Ásberg Hilmarsson

4. sæti Smári
Lang besta nýja liðið, uppfullt af gömlum kempum með gríðarlega reynslu úr efri deildum. Stóðu mjög lengi í sterku Njarðvíkurliði en formið gerði útslagið. Það er nákvæmlega það sama og er hættan á hér. Á blaði er Smári með lang sterkasta lið deildarinnar en þeir eru einungis nýbyrjaðir að æfa og virka ekki í frábæru formi. Nöfnin fleyta manni ekki beint í úrslitakeppni, sér í lagi í mjög sterkum riðli.
Lykilmenn: Kári Ársælsson, Ellert Hreinsson og Þórður Steinar Hreiðarsson

5.sæti Kría
Kría er svona, annað hvert ár lið. Í fyrra voru þeir slakir en í ár virka þeir feiknasterkir. Þeir gætu á góðum degi unnið öll lið í riðlinum en á slæmum degi tapað fyrir þeim öllum. Í ár virðast þeir fái meiri styrkingu frá Gróttu enda Gróttan í efstu deild í fyrsta skiptið. Það gæti skipt miklu máli en Kríu liðið lítur vel út í ár og gæti hæglega endað ofar.
Lykilmenn: Jóhannes Hilmarsson, Ingólfur Þráinsson og Jóhann Páll Ástvaldsson.

6.sæti Mídas
Mídasarliðið kom á óvart fyrir tveimur árum en ollu miklum vonbrigðum í fyrra. Það er alltaf erfitt að mæta liði Mídasar enda baráttulið. Þeir fá dauðariðilinn í ár og hin liðin fyrir ofan einfaldlega sterkari og ættu að klára Mídasarmenn sem eru þó langt í frá að vera slakt lið. Óheppnir með riðil er svarið.
Lykilmenn: Óskar Þór Jónsson, Daníel Björn Sigurbjörnsson og Aron Ellert Þorsteinsson

7.sæti Hörður Ísafirði
Harðarmenn eru alltaf erfiðir heim að sækja en hafa ekki sótt mikið af stigum í bæinn. Metnaður flestra liðanna að koma fullmannaðir vestur gæti reynst Harðarmönnum erfitt. Takist þeir að halda heimavellinum góðum og kroppa í nokkur stig úti gætu þeir lent ofar en spáin segir til.
Lykilmenn: Hjalti Hermann Gíslason, Axel Sveinsson og Sigþór Snorrason

8.sæti KB
Það er í raun og veru fráleitt að spá KB í neðsta sæti enda með flott lið með marga leikmenn með fína reynslu, væru þeir í eitthvað af hinum riðlunum væri 4.sæti ekkert óeðlileg spá en þar sem þeir þurfa að fara vestur og eru með mjög sterkum liðum í riðli er þeim spáð neðstum. Einhvern vegin lenda þeir samt aldrei í neðsta sæti riðilsins og þeir ætla sér klárlega ekki að vera þar og gæti það verið meira segja frekar ólíklegt. Úrslitasætisbarátta er hinsvegar alveg fjarlægur draumur hjá KB í ár.
Lykilmenn: Friðjón Magnússon, Kjartan Andri Baldvinsson og Ólafur Hrannar Kristjánsson
Athugasemdir
banner
banner