Man City hefur áhuga á Pogba - Barist um Kudus - Amorim ætlar að styrkja hóp Man Utd
   fös 16. júní 2023 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór Sig orðaður við Blackburn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blackburn hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að fá Arnór Sigurðsson í sínar raðir. Blackburn er í Championship deildinni, næstefstu deild á Englandi.

Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu út næsta tímabil en getur, eftir að FIFA setti reglu vegna stríðsins í Úkraínu, farið óhindrað frá félaginu á eins árs lánssamningi.

Blackburn er að missa sóknarmanninn Ben Brereton Díaz og miðjumanninn Bradley Dack frá sér og vill Blackburn styrkja hópinn fyrir komandi tímabil.

Í viðtali við Fótbolta.net í vikunni sagði hann að draumur sinn væri að spila á Englandi. „Draumurinn er að fara til Englands, það er stærsta. Ég þarf að skoða möguleikana sem ég er með og velja rétt. Það (FIFA reglan) auðvitað auðveldar stöðuna sem ég er í, á eitt ár eftir af samningi við CSKA," sagði Arnór á þriðjudag.

Danski Íslendingurinn Jon Dahl Tomasson er stjóri Blackburn sem rétt missti af umspilssæti á nýliðinni leiktíð.

Arnór er 24 ára gamall og getur bæði spilað á kantinum sem og fremstur á miðju. Hann lék síðasta árið á láni hjá Norrköping í Svíþjóð og var einn allra besti leikmaður sænsku deildarinnar.

Arnór er sem stendur með íslenska landsliðinu en kemur ekki til með að spila gegn Slóvakíu á morgun vegna nárameiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner