Poland 1 - 2 Netherlands
1-0 Adam Buksa ('16 )
1-1 Cody Gakpo ('29 )
1-2 Wout Weghorst ('83 )
Holland vann dramatískan sigur á Póllandi í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi.
Hollendingar byrjuðu leikinn betur en það voru Pólverjar sem náðu forystunni. Adam Buska skoraði markið eftir stundafjórðung þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.
Hollendingar voru mun líklegri allan fyrri hálfleikinn og þeim tókst að jafna metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Cody Gakpo átti skot sem breytti um stefnu af varnarmanni á leiðinni í netið.
Hollendingum tókst lítið að ógna Wojiech Szczesny í marki Póllands en þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma kom Wout Weghorst inn á sem varamaður.
Það tók hann aðeins tvær mínútur að setja mark sitt á leikinn þegar hann fékk sendingu inn á teiginn frá Nathan Ake og skoraði með sinni fyrstu snertingu og tryggði Hollendingum sigurinn.
Wout Weghorst skoraði sigurmark Hollendinga tveimur mínútum eftir að hann kom inn á af bekknum???? Sjáðu mörkin í 2-1 sigri Hollendinga gegn Pólverjum?????????????????? pic.twitter.com/Ow7meniXm2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 16, 2024