Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 16. júlí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sulemana ekki á leið til Man Utd eða Ajax
Svo virðist sem Kamaldeen Sulemana, leikmaður Nordsjælland í Danmörku, sé á leið til Frakklands.

Sulemana er 19 ára gamall strákur frá Gana sem hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Nordsjælland. Hann var sagður á óskalista Ajax og Manchester United.

Hann er hins vegar hvorki á leið til Englands né Holland ef marka má fjölmiðlamanninn Fabrizio Romano, sem er mjög áreiðanlegur.

„Hann heimsótti æfingasvæði Rennes fyrir tveimur vikum og núna er búist við því að Kamaldeen Sulemana gangi í raðir félagsins," skrifar Romano.

Talið er að Sulemana muni skrifar undir fimm ára samning við Rennes.
Athugasemdir
banner