Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 16. ágúst 2024 21:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikar kvenna: Valur meistari eftir sigur á Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Valur 2 - 1 Breiðablik
1-0 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('65 )
2-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('81 )
2-1 Karitas Tómasdóttir ('92 )
Lestu um leikinn


Valur er Mjólkurbikarmeistari kvenna eftir sigur á Breiðabliki í úrslitum í kvöld.

Breiðablik hefði getað náð forystunni þegar Andrea Rut Bjarnadóttir komst í góða stöðu en skot hennar fór í hliðarnetið.

Valskonur byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Blikar fengu fyrsta færið þegar Anna Rakel Pétursdóttir bjargaði á línu eftir skot frá Birtu Georgsdóttur.

Valur náði forystunni þegar Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom boltanum í netið eftir mikið klafs inn á teig Blika.

Blikar reyndu hvað þær gáatu að ná í jöfnunarmarkið en Valskonur nýttu sér það og komust í skyndisókn. Jasmín Erla batt endahnútinn á sóknina með laglegu skoti sem hafnaði í netinu.

Karitas Tómasdóttir klóraði í bakkann fyrir Blika í uppbótatíma en það dugði ekki til og Valur fagnaði bikarmeistaratitlinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner