Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað í kvöld eftir alltof langa pásu. Það var gert hlé á deildinni til að sýna Elísabetu drottningu virðingu en hún lést í síðustu viku.
Það er þremur leikjum frestað um helgina þar sem lögreglan á Bretlandseyjum þarf að vera vel á tánum í kringum útför drottningarinnar.
Ingimar Helgi Finnsson, eða litla flugvélin eins og hann er gjarnan kallaður, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.
Það er þremur leikjum frestað um helgina þar sem lögreglan á Bretlandseyjum þarf að vera vel á tánum í kringum útför drottningarinnar.
Ingimar Helgi Finnsson, eða litla flugvélin eins og hann er gjarnan kallaður, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni.
Aston Villa 2 - 1 Southampton (19:00 í kvöld)
Ég hef verið nokkuð hrifinn af þessu Southampton prógrammi hingað til. Mikið af ungum leikmönnum að spila og mörgum hent í djúpu laugina. Á meðan virðast Villa vera í brasi og vita ekkert hvernig þeir vilja spila. Gerrard mikið að skipta á milli kerfa. Að því sögðu þá hittir Gerrard á réttu blönduna í kvöld og Villa klárar þetta með marki frá Leon Bailey djúpt inni í leiknum.
Nottingham Forest 2 - 2 Fulham (19:00 í kvöld)
Bæði lið hafa litið vel út og þá sér í lagi Fulham. Nottingham litið oft á tíðum vel út en verið sjálfum sér verstir þegar kemur að því að sækja
úrslit. Ég spái stórkostlegum leik. Mitrovic heldur uppteknum hætti og skorar tvö.
Wolves 1 - 2 Manchester City (11:30 á morgun)
Þetta annars skrýtna Wolves lið getur gefið öllum leik á sínum degi. Ég ætla að segja að þeir gefi City leik og þetta verður torsóttur sigur City að lokum. Haaland skorar 2 eftir að hafa varla snert boltann í leiknum. Pedro Neto skorar fyrir Wolves.
Newcastle 2 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
Þægilegur dagur á skrifstofunni fyrir Newcastle, 2-0. Alexander Isak með eitt og Dan Burn eitt.
Tottenham 3 - 0 Leicester (16:30 á morgun)
Harry Kane elskar að mæta Leicester og Spurs liðið reyndar í heild sinni. Kane hendir í öll þrjú mörkin fer heim með boltann og setur hann inn í geymslu.
Brentford 1 - 1 Arsenal (11:00 á sunnudag)
Erfiður leikur að mörgu leyti að spá í. Brentford ná oft að gíra sig upp í leiki gegn stóru liðunum en Arsenal hafa verið að spila vel og líta mjög vel út. Saliba kemur Arsenal yfir en Toney skorar úr víti.
Everton 2 - 2 West Ham (13:15 á sunnudag)
Hvað sitja fimmtudagar í Evrópudeildinni mikið í West Ham. Fengu þó stutt ferðalag til Danmerkur í gær. Situr nógu mikið í þeim til þess að Everton nær í stig á Goodison.
Ingimar spáir líka í þrjá leiki í Championship-deildinni þar sem það eru bara sjö leikir í deild þeirra bestu.
Norwich 3 - 1 WBA (14:00 á morgun)
Josh Sargent masterclass incoming.
Burnley 1 - 0 Bristol City (14:00 á morgun)
Nýtt upphaf á Turf Moor. Vincent Kompany Tiki Taka Burnley. Markaskorarinn JB7.
Birmingham 2 - 1 Coventry (14:00 á morgun)
Legendið John Eustace að leiða Birmingham í enn eitt miðjumoðið þeir vinna þó þennan leik og Manchester mennirnir Mejbri og Chongarinn sjá til þess að stigin þrjú verða enn á St. Andrew's í lok dags.
Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Man City | 9 | 7 | 2 | 0 | 20 | 9 | +11 | 23 |
2 | Liverpool | 9 | 7 | 1 | 1 | 17 | 5 | +12 | 22 |
3 | Arsenal | 9 | 5 | 3 | 1 | 17 | 10 | +7 | 18 |
4 | Aston Villa | 9 | 5 | 3 | 1 | 16 | 11 | +5 | 18 |
5 | Chelsea | 9 | 5 | 2 | 2 | 19 | 11 | +8 | 17 |
6 | Brighton | 9 | 4 | 4 | 1 | 16 | 12 | +4 | 16 |
7 | Nott. Forest | 9 | 4 | 4 | 1 | 11 | 7 | +4 | 16 |
8 | Tottenham | 9 | 4 | 1 | 4 | 18 | 10 | +8 | 13 |
9 | Brentford | 9 | 4 | 1 | 4 | 18 | 18 | 0 | 13 |
10 | Fulham | 9 | 3 | 3 | 3 | 12 | 12 | 0 | 12 |
11 | Bournemouth | 9 | 3 | 3 | 3 | 11 | 11 | 0 | 12 |
12 | Newcastle | 9 | 3 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 12 |
13 | West Ham | 9 | 3 | 2 | 4 | 13 | 16 | -3 | 11 |
14 | Man Utd | 9 | 3 | 2 | 4 | 8 | 11 | -3 | 11 |
15 | Leicester | 9 | 2 | 3 | 4 | 13 | 17 | -4 | 9 |
16 | Everton | 9 | 2 | 3 | 4 | 10 | 16 | -6 | 9 |
17 | Crystal Palace | 9 | 1 | 3 | 5 | 6 | 11 | -5 | 6 |
18 | Ipswich Town | 9 | 0 | 4 | 5 | 9 | 20 | -11 | 4 |
19 | Wolves | 9 | 0 | 2 | 7 | 12 | 25 | -13 | 2 |
20 | Southampton | 9 | 0 | 1 | 8 | 6 | 19 | -13 | 1 |
Athugasemdir