Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 12. ágúst 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Teddi Ponza spáir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Ponzan
Ponzan
Mynd: Aðsend
Kemur fyrsta mark Gabriel Jesus á morgun?
Kemur fyrsta mark Gabriel Jesus á morgun?
Mynd: EPA
Christian Eriksen í dobule pivot
Christian Eriksen í dobule pivot
Mynd: Man Utd
Lingard með rýting
Lingard með rýting
Mynd: Nottingham Forest
2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á morgun, veislan heldur áfram! Umferðin hefst með leik Aston Villa og Everton, gömlu landsliðsmennirnir Steven Gerrard og Frank Lampard mætast á hliðarlínunni.

Theódór Ingi Pálmason, Teddi Ponza - FPL Ponza, er spámaður umferðarinnar. Teddi er sérfræðingur í Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport og er í Handkaststeyminu. Hann er þá mjög öflugur Fantasy spilari. Svona spáir hann í umferðina:

Aston Villa 2 - 1 Everton (laugardagur, 11:30)
Barátta tveggja knattspyrnustjóra sem mikið hefur verið látið með, en árangurinn ekki eftir því. Villa olli manni gríðarlegum vonbrigðum í fyrstu umferð og Everton verður í basli. Spái þessu 2-1 fyrir Villa þar sem Leon litli Bailey verður allavega með eitt mark. Fer 2-0 ef Steve G hlustar á nafna sína í Steve Dagskrá og hendir Tyrone Mings í byrjunarliðið.

Arsenal 3 - 0 Leicester (laugardagur, 14:00)
Kaðlar FC fóru vel af stað síðasta föstudag og munu halda því áfram. Munu svo gefa hressilega eftir þegar kólnar á Bretlandseyjum. Þetta fer 3-0 fyrir Arsenal. Gabriel Martinelli, Gabriel Jesus og Gabriel með mörkin.

Brighton 1 - 1 Newcastle (laugardagur, 14:00)
Graham Potter sagði í viðtölum eftir leikinn gegn Manchester United á sunnudaginn, að þeir hefðu þurft að suffera eftir að þeir komust 2-0 yfir. Munu suffera líka í þessum leik en landa góðu stigi gegn strákunum að norðan.

Man City 5 - 1 Bournemouth (laugardagur, 14:00)
City voru hrikalega öflugir gegn West Ham og ég sé ekki annað í stöðunni en að titillinn endi í Manchester borg í 15. skipti á þessari öld. Endar 5-1. Haaland með þrennu og gamla skóla senterinn Kieffer Moore lagar stöðuna í uppbótartíma.

Southampton 2 - 2 Leeds (laugardagur, 14:00)
Southampton er eitt mest óspennandi liðið í þessari deild með Ralph leikþátt Hassenhuttl við stjórnvölinn. Leeds voru kraftmiklir gegn Wolves í fyrsta leik og verða ekki í sama basli og í fyrra. Endar 2-2 þar sem Leeds vinnur xG bardagann en hinn ofmetni Islan Meslier færir heimamönnum jöfnunarmark á silfurfati.

Wolves 0 - 0 Fulham (laugardagur, 14:00)
Wolves voru slakir gegn Leeds í fyrsta leik og eru ásamt Southampton með lið sem kveikir nákvæmlega ekkert í mér. Spái markalausu jafntefli í frekar bragðdaufum leik. Andreas Pereira maður leiksins.

Brentford 1 - 3 Man Utd (laugardagur, 16:30)
United eru með góðar minningar frá Brentford Community Stadium (eða Gtech Community Stadium eins og Rikki G kallar hann) í fyrra. Grasið verður vel slegið (16-17mm) og free flowing Ten Hag boltinn mun njóta sín. Eriksen í double pivot á miðjunni mun stýra traffíkinni og Marcus Rashford rífur sig í gang og verður með mark og stoðsendingu.

Nottingham Forest 1 -0 West Ham (sunnudagur, 13:00)
Strákarnir frá Skírisskógi munu koma á óvart og vinna 1-0. JLingz með rýting í sína gömlu félaga. Tommi Steindórs mun kalla eftir höfði David Moyes eftir leik.

Chelsea 1 -1 Spurs (sunnudagur, 15:30)
Rosaleg 1-1 lykt af þessum leik. Kane kemur Spurs yfir og Thiago Silva jafnar fyrir Chelsea. Verða samt læti í þessu og 1-2 rauð spjöld og Conte að sussa á mannskapinn.

Liverpool 3-1 Crystal Palace (mánudagur, 19:00)
Liverpool voru slakir gegn Fulham og ég spái því að Elliott og Darwin komi báðir inn í byrjunarliðið. Verður erfið fæðing en Liverpool klárar þetta 3-1 eftir að Zaha kemur Palace 1-0 yfir.

Fyrri spámenn:
Tómas Þór - 6 réttir
Enski boltinn - Nýtt mót en sama gamla Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 7 6 0 1 17 5 +12 18
2 Tottenham 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Liverpool 7 5 1 1 16 7 +9 16
5 Aston Villa 7 5 0 2 18 11 +7 15
6 Brighton 7 5 0 2 19 14 +5 15
7 West Ham 7 4 1 2 13 10 +3 13
8 Newcastle 7 4 0 3 18 7 +11 12
9 Crystal Palace 7 3 2 2 7 7 0 11
10 Man Utd 7 3 0 4 7 11 -4 9
11 Chelsea 7 2 2 3 7 6 +1 8
12 Nott. Forest 7 2 2 3 8 10 -2 8
13 Fulham 7 2 2 3 5 12 -7 8
14 Brentford 7 1 4 2 10 10 0 7
15 Wolves 7 2 1 4 8 13 -5 7
16 Everton 7 1 1 5 6 12 -6 4
17 Luton 6 1 1 4 5 12 -7 4
18 Bournemouth 7 0 3 4 5 15 -10 3
19 Burnley 6 0 1 5 4 15 -11 1
20 Sheffield Utd 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner
banner