Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á morgun þegar Everton tekur á móti Liverpool í nágrannaslag. Umferðinni lýkur svo með stórleik Manchester United og Arsenal seinni partinn á sunnudag.
Oliver Heiðarsson, annar af markaskorurum FH sem komst í úrslit Mjólkurbikarsins í gær, er spámaður umferðarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson var spámaður síðustu umferðar og var með fjóra rétta. Svona spáir Oliver leikjunum:
Oliver Heiðarsson, annar af markaskorurum FH sem komst í úrslit Mjólkurbikarsins í gær, er spámaður umferðarinnar. Höskuldur Gunnlaugsson var spámaður síðustu umferðar og var með fjóra rétta. Svona spáir Oliver leikjunum:
Everton 0 - 2 Liverpool
Liverpool heldur afram að tengja sigra og Luis Diaz skorar tvennu.
Brentford 1 - 0 Leeds
Brentford taka þennan leik, tvö jafntefli í síðustu tveimur og kominn tími á 3 stig. Toney klárar leikinn.
Chelsea 1 - 2 West ham
Chelsea menn byrja leikinn vel með Mount að skora fyrsta markið en Bowen og Paquetá skora fyrir West Ham.
Newcastle 3 - 1 Crystal Palace
Newcastle fer léttilega með þennan leik, Allan Saint-Maximin skorar og leggur upp tvö á Alexander Isak. Zaha skorar fyrir Palace.
Nottingham Forest 2 - 0 Bournemouth
Báðir nýliðar í deildinni en finnst að Nottingham séu búnir að vera betri, Gibbs-White og Freuler skora fyrir Forest.
Spurs 1 - 2 Fulham
Fulham eru búnir að koma liðum á óvart og þeir halda því áfram og taka öll 3 stigin á móti Spurs. King Mitrovic með tvennu og Kulusevski skorar fyrir Spurs.
Wolves 0 - 1 Southampton
Wolves ekki komnir með sigur í deildinni og í þessum leik heldur það áfram með Ward-Prowse að skora beint úr aukaspyrnu.
Aston Villa 0 - 3 Man City
City eru rosalegir og Haaland heldur afram að skora, með tvennu í þessum og Kevin De Bruyne með mark og assist.
Brighton 1 - 2 Leicester
Brighton búnir að vera seigir en Leicester taka þennan og sækja fyrsti sigurinn á timabilinu. Maddison og Harvey Barnes skora.
Man Utd 1 - 3 Arsenal
Arsenal eru 5 af 5 eins og er og það verður 6 af 6 eftir þennan. Gabriel Jesús, Saka og Xhaka skora fyrir Gunners. Eriksen skorar fyrir Utd.
Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 23 | 17 | 5 | 1 | 56 | 21 | +35 | 56 |
2 | Arsenal | 24 | 14 | 8 | 2 | 49 | 22 | +27 | 50 |
3 | Nott. Forest | 24 | 14 | 5 | 5 | 40 | 27 | +13 | 47 |
4 | Chelsea | 24 | 12 | 7 | 5 | 47 | 31 | +16 | 43 |
5 | Man City | 24 | 12 | 5 | 7 | 48 | 35 | +13 | 41 |
6 | Newcastle | 24 | 12 | 5 | 7 | 42 | 29 | +13 | 41 |
7 | Bournemouth | 24 | 11 | 7 | 6 | 41 | 28 | +13 | 40 |
8 | Aston Villa | 24 | 10 | 7 | 7 | 34 | 37 | -3 | 37 |
9 | Fulham | 24 | 9 | 9 | 6 | 36 | 32 | +4 | 36 |
10 | Brighton | 24 | 8 | 10 | 6 | 35 | 38 | -3 | 34 |
11 | Brentford | 24 | 9 | 4 | 11 | 42 | 42 | 0 | 31 |
12 | Crystal Palace | 24 | 7 | 9 | 8 | 28 | 30 | -2 | 30 |
13 | Man Utd | 24 | 8 | 5 | 11 | 28 | 34 | -6 | 29 |
14 | Tottenham | 24 | 8 | 3 | 13 | 48 | 37 | +11 | 27 |
15 | West Ham | 24 | 7 | 6 | 11 | 29 | 46 | -17 | 27 |
16 | Everton | 23 | 6 | 8 | 9 | 23 | 28 | -5 | 26 |
17 | Wolves | 24 | 5 | 4 | 15 | 34 | 52 | -18 | 19 |
18 | Leicester | 24 | 4 | 5 | 15 | 25 | 53 | -28 | 17 |
19 | Ipswich Town | 24 | 3 | 7 | 14 | 22 | 49 | -27 | 16 |
20 | Southampton | 24 | 2 | 3 | 19 | 18 | 54 | -36 | 9 |
Athugasemdir