Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 16. nóvember 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markamaskínan segir Hansi Flick vera rétta manninn
Hansi Flick stýrir Bayern út leiktíðina.
Hansi Flick stýrir Bayern út leiktíðina.
Mynd: Getty Images
Markamaskínan Robert Lewandowski vill að Hansi Flick stýri Bayern áfram út tímabilið.

Flick mun stýra Bayern fram að jólum - að minnsta kosti. Það var tilkynnt í gær.

Flick tók við Bayern til bráðabirgða eftir að Niko Kovac var rekinn. Undir stjórn Flick hefur Bayern unnið báða leiki sína, 2-0 gegn Olympiakos í Meistaradeildinni og 4-0 gegn erkifjendunum í Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni.

„Ég trú því að Hansi Flick sé rétti maðurinn. Hann á að fá tækifæri til að vera þjálfari okkar, að minnsta kosti út leiktíðina," sagði Lewandowski við TVN24.

„Við eigum í góðu sambandi við hann, hann er með mikla fótboltaþekkingu og á stuttum tíma hefur hann sýnt okkur hvað við getum gert til að bæta spilamennskuna og úrslitin."

Hansi Flick, eða Hans-Dieter Flick eins og hann heitir fullu nafni, lék með Bayern frá 1985 til 1990 á leikmannaferli sínum sem leikmaður.

Hann var þjálfari Hoffenheim frá 2000 til 2005, og frá 2006 til 2014 var hann aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá þýska knattspyrnusambandinu til 2017, en í sumar kom hann inn í þjálfarateymi Kovac hjá Bayern.

Persónulega hefur Lewandowski átt magnað tímabil til þessa. Hann hefur skorað 16 mörk í 11 úrvalsdeildarleikjum í Þýskalandi á leiktíðinni.

Sjá einnig:
„Engin betri lausn fyrir Bayern en Guardiola"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner