Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   mán 06. maí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag vill frekar vera áfram hjá Man Utd en að fara til Bayern
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: Getty Images
Erik Ten Hag vill frekar vera áfram með Manchester United en að fara til Bayern München. Þetta kemur fram á ESPN í dag.

Bayern er í stjóraleit fyrir næstu leiktíð og er Ten Hag ofarlega á lista þar þrátt fyrir erfitt tímabil hjá Man Utd.

Bayern hefur reynt við Xabi Alonso, Julian Nagelsmann og Ralf Rangnick en það hefur ekkert gengið upp hjá þeim. Núna er Ten Hag ofarlega á listanum og hefur þýska stórveldið sett sig í samband við teymi hollenska stjórans.

Ten Hag er valtur í sessi hjá Man Utd eftir erfitt tímabil þar en hans helsta ósk er samkvæmt heimildum ESPN að halda áfram með United frekar en að fara til Bayern.

Ten Hag þekkir vel til hjá Bayern eftir að hafa verið þjálfari varaliðsins þar á árum áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner