Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 06. maí 2024 16:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir mættur til Akureyrar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er að endurheimta Birgi Baldvinsson í sínar raðir eftir vetrardvöl í Bandaríkjunum við nám.

Birgir var mættur á Greifavöllinn í gær, mætti með sama flugi og KR til Akureyrar. Hann var hins vegar ekki í leikmannahópnum, kannski eðlilega þar sem hann hefur ekkert æft með KA í talsverðan tíma.

Hann hins vegar gæti verið með í næsta leik KA þegar liðið heimsækir Val á N1 völlinn næsta laugardag.

Birgir er 23 ára vinstri bakvörður sem lék ellefu deildarleiki, þrjá bikarleiki og fimm Evrópuleiki með KA í fyrra. Hann mun aftur missa af lok tímabilsins þar sem hann heldur háskólanámi sínu vestanhafs áfram í haust.

Líklegt er að hann fari aftur til Bandaríkjanna í kringum mánaðamótin júlí/ágúst.
Athugasemdir
banner
banner