mán 17. janúar 2022 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Það rigndi mörkum í Flórens
Dusan Vlahovic fagnar marki.
Dusan Vlahovic fagnar marki.
Mynd: EPA
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.
Mynd: EPA
Það var nóg um að vera í ítalska boltanum í kvöld.

AC Milan varð af þremur mikilvægum stigum í toppbaráttunni eftir 2-1 tap gegn Spezia. Afdrifarík mistök dómara leiksins urðu til þess að AC Milan tapaði leiknum og komst ekki upp í toppsætið.

AC Milan er í öðru sæti en Napoli gat komist tveimur stigum á eftir Milan með sigri á Bologna.

Hirving Lozano kom Napoli yfir eftir 20 mínútna leik og hann skoraði seinna mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. 2-0 sigur Napoli staðreynd.

Genoa rak stjórann Andreyi Shevchenko á dögunum en liðið mætti sjóðheitum Fiorentina mönnum í kvöld. Þjálfari unglingaliðsins A. Konko var á hliðarlínunni í kvöld.

Markamaskínan Dusan Vlahovic fór illa að ráði sínu er hann ákvað að taka svokallað panenka víti í upphafi leiks, hann vippaði beint á markið en markvörðurinn varði vítið.

Það kom ekki að sök því Fiorentina var þremur mörkum yfir í hálfleik. Vlahovic bætti upp fyrir vítaklúðrið og skoraði fjórða markið. Fiorentina skoraði tvö mörk til viðbótar áður en leik lauk. 6-0 lokatölur.

Milan 1 - 2 Spezia
1-0 Rafael Leao ('45 )
1-0 Theo Hernandez ('45 , Misnotað víti)
1-1 Kevin Agudelo ('64 )
1-2 Emmanuel Gyasi ('90 )

Bologna 0 - 2 Napoli
0-1 Hirving Lozano ('20 )
0-2 Hirving Lozano ('47 )

Fiorentina 6 - 0 Genoa
0-0 Dusan Vlahovic ('11 , Misnotað víti)
1-0 Alvaro Odriozola ('15 )
2-0 Giacomo Bonaventura ('34 )
3-0 Cristiano Biraghi ('42 )
4-0 Dusan Vlahovic ('51 )
5-0 Cristiano Biraghi ('69 )
6-0 Lucas Torreira ('77 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Como 9 4 4 1 12 6 +6 16
6 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
7 Juventus 9 4 3 2 12 9 +3 15
8 Cremonese 9 3 5 1 11 10 +1 14
9 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
10 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
11 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
12 Udinese 9 3 3 3 11 15 -4 12
13 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
14 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Pisa 9 0 5 4 5 12 -7 5
18 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner