Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Telur ekki að hann glími við skort á sjálfstrausti
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez snýr aftur úr leikbanni þegar Liverpool heimsækir Brentford í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Úrúgvæski framherjinn hefur fengið talsverða gagnrýni en hann er með tvö mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Arne Slot stjóri Liverpool var spurður að því hvort Nunez væri að glíma við skort á sjálfstrausti?

„Ég er ekki með þá tilfinningu að hann glími við sjálfstraustsskort. Hann kom að fyrsta markinu gegn Accrington Stanley og líka marknu hans Jota gegn Fulham, svo skoraði hann gegn Southampton," svaraði Slot.

„Í mínum huga er þetta líf sóknarmannsins, stundum skorar þú en stundum ekki. Hann hefur ekki verið að byrja alla leiki. Mikilvægast í mínum huga er að liðið skori í öllum leikjum. Það eru svo mörg mörk í hópnum og Darwin mun halda áfram að skora eins og hann hefur gert."
Athugasemdir
banner
banner
banner