Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 17. febrúar 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: FH skoraði fimm og Breiðablik vann
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðustu leikjum dagsins er lokið í A-deild Lengjubikars kvenna, þar sem FH vann þægilegan 5-1 sigur á ÍBV eftir að hafa lent undir á fyrstu mínútu.

Viktorija Zaicikova kom Eyjakonum yfir og það tók Hafnfirðinga um 20 mínútur að svara, þegar Helena Jónsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Selma Sól Sigurjónsdóttir kom FH yfir á 37. mínútu og tvöfaldaði Erla Sól Vigfúsdóttir forystuna fyrir leikhlé.

Guðný Geirsdóttir markvörður gerði svo sjálfsmark í síðari hálfleik áður en Hildur Katrín Snorradóttir setti síðasta markið í stórsigri. FH er með sex stig eftir tvær umferðir, á meðan ÍBV er án stiga og með markatöluna 1-12.

Breiðablik byrjar þá Lengjubikarinn á sigri en liðið fékk Tindastól í heimsókn í dag og var staðan markalaus fyrsta klukkutíma leiksins, þar til Vigdís Lilja Kristjánsdóttir braut ísinn á 60. mínútu.

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir tvöfaldaði forystuna áður en Elísa Bríet Björnsdóttir minnkaði muninn fyrir gestana frá Sauðárkróki, sem komust þó ekki nær.

Lokatölur urðu 2-1 og er Tindastóll með eitt stig eftir tvær umferðir.

FH 5 - 1 ÍBV
0-1 Viktorija Zaicikova ('1 )
1-1 Helena Jónsdóttir ('20 , Sjálfsmark)
2-1 Selma Sól Sigurjónsdóttir ('37 )
3-1 Erla Sól Vigfúsdóttir ('41 )
4-1 Guðný Geirsdóttir ('61 , Sjálfsmark)
5-1 Hildur Katrín Snorradóttir ('85 )

Breiðablik 2 - 1 Tindastóll
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('60 )
2-0 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('74 )
2-1 Elísa Bríet Björnsdóttir ('80 )
Athugasemdir
banner