Casemiro vill vera hjá Manchester United út samninginn sem hann skrifaði undir þegar hann gekk í raðir United árið 2022.
Casemiro spilaði sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Ruben Amorim þegar hann kom inn í byrjunarliðið í gær. Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Manuel Ugarte og Toby Collyer voru fjarri góðu gamni og þurfti Amorim að leita til brasilíska reynsluboltans.
Casemiro spilaði sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Ruben Amorim þegar hann kom inn í byrjunarliðið í gær. Kobbie Mainoo, Christian Eriksen, Manuel Ugarte og Toby Collyer voru fjarri góðu gamni og þurfti Amorim að leita til brasilíska reynsluboltans.
Casemiro er 32 ára miðjumaður sem var í mun stærra hlutverki þegar Erik ten Hag var við stjórnvölinn. United er sagt hafa reynt að koma Casemiro annað en hár launapakki hefur sett strik í reikninginn.
„Ég verð að halda áfram því sem ég er að gera, með mikilli virðingu og kurteisi," sagði Casemiro við AS.
„Auðvitað myndi ég vilja spila meira. Ég veit ekki um fótboltamann sem vill ekki spila og hjálpa til. Ég vil hjálpa félaginu á þessum tímapunkti."
„Ég nálgast hlutina af virðingu fyrir liðsfélögum mínum og þeim sem ráða. Og umfram allt ber ég virðingu fyrir United, félagi sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég á eitt og hálft ár eftir af samningi mínum og mig langar að klára hann hér í Manchester. Mér líður vel hérna og fjölskyldunni minni líka. Þau hafa aðlagast, við tölum ensku."
„Ég er mjög þakklátur stuðningsmönnunum á Old Trafford og félaginu. Ég er ánægður að vera hjá félaginu. Er ég ánægður á bekknum? Auðvitað ekki, en það er eitthvað annað," sagði Casemiro.
Athugasemdir