Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. mars 2020 16:40
Elvar Geir Magnússon
Kom Dönum á EM en stýrir þeim ekki á lokamótinu
Hareide og Birkir Bjarnason hressir.
Hareide og Birkir Bjarnason hressir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ákvörðun UEFA að fresta EM um eitt ár og spila sumarið 2021 hefur mikil áhrif á fótboltaheiminn.

Ljóst er að Åge Hareide, landsliðsþjálfari Dana, hefur stýrt sínum síðasta leik. Undir hans stjórn hefur danska landsliðið farið í gegnum 34 leiki án þess að tapa.

Samningur hans rennur út 31. júlí en hann átti að stýra Danmörku í lokakeppninni.

Þegar var ákveðið að Kasper Hjulmand yrði eftirmaður hans og mun samningur Hjulmand taka gildi 1. ágúst.

Það er því ljóst að Hjulmand stýrir danska liðinu í lokakeppninni á næsta ári.

„Að sjálfsögðu er það svekkjandi að missa af veislunni sem lokamótið verður. En þetta eru sérstakar aðstæður og margir hafa það mjög slæmt. Fólk er að veikjast, fólk er að deyja og fólk er að missa vinnuna sína," segir Hareide.

Hareide hefur verið við stjórnvölinn hjá danska landsliðinu síðan 2016 en hann kom liðinu á HM í Rússlandi 2018.

Hjulmand hefur náð góðum árangri sem þjálfari Nordsjælland.

Sjá einnig:
Ótrúlegt gengi Dana undir Hareide
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner