Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 17. mars 2025 18:29
Brynjar Ingi Erluson
Slot í reglulegu sambandi við Frimpong
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er sagt undirbúa nýtt líf eftir Trent Alexander-Arnold en það er í reglulegu sambandi við hollenska bakvörðinn Jeremie Frimpong sem er á mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Þetta kemur fram í BILD.

Alexander-Arnold verður samningslaus í sumar og er talið líklegast að hann fari til Real Madrid.

BILD segir að Liverpool sé því að skoða markaðinn og er Frimpong sagður efstur á lista.

Hollenski stjórinn Arne Slot hefur verið í reglulegu sambandi við Frimpong varðandi stöðuna en Liverpool er ekki eina félagið sem er að skoða það að fá hann. Barcelona og Real Madrid eru bæði sögð í baráttunni.

Leverkusen er sagt verðmeta Frimpong á um 33 milljónir punda en hann er samningsbundinn félaginu til 2028.

Í frétt BILD er einnig talað um að Nico Schlotterbeck, miðvörður Borussia Dortmund, sé álitlegur kostur fyrir sumarið og þeir Ansgar Knauff hjá Frankfurt og Kostas Koulierakis hjá Wolfsburg, en Knauff spilar sem vængmaður og Koulierakis sem miðvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner