Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 17. apríl 2025 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja kaupa Kepa frá Chelsea
Óljóst er hvort Kepa vilji vera áfram í Bournemouth. Samkvæmt fjölmiðlum gæti hann snúið aftur til Spánar eða ákveðið að reyna fyrir sér í Sádi-Arabíu ef skiptin til Bournemouth ganga ekki upp.
Óljóst er hvort Kepa vilji vera áfram í Bournemouth. Samkvæmt fjölmiðlum gæti hann snúið aftur til Spánar eða ákveðið að reyna fyrir sér í Sádi-Arabíu ef skiptin til Bournemouth ganga ekki upp.
Mynd: EPA
Enskir fjölmiðlar greina frá miklum áhuga Bournemouth á að kaupa Kepa Arrizabalaga sem hefur varið mark liðsins vel á láni frá Chelsea á yfirstandandi leiktíð.

Kepa er með eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og er talið að þeir bláklæddu vilji fá minnst 20 til 25 milljónir punda fyrir að selja markvörðinn.

Kepa er 30 ára gamall og með 13 A-landsleiki að baki fyrir Spán eftir að hafa verið lykilmaður í U21 landsliðinu áður fyrr. Hann hefur meðal annars leikið fyrir Real Madrid og Athletic Bilbao á flottum ferli sem atvinnumaður í fótbolta.

Hann hefur haldið lakinu hreinu sjö sinnum í 29 leikjum það sem af er tímabils.

Bournemouth er að gera frábæra hluti undir stjórn Andoni Iraola og er afar óvænt með í baráttunni um Evrópusæti í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner