Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Megum ekki fara fram úr okkur"
Jón Guðni ræðir við Patrik Frey aðstoðardómara í leik Víkings og FH.
Jón Guðni ræðir við Patrik Frey aðstoðardómara í leik Víkings og FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson var aftur í byrjunarliði Víkings í gær þegar bikarmeistararnir lögðu Grindvíkinga í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Jón Guðni byrjaði sinn fyrsta leik í tvö og hálft ár þegar hann spilaði gegn FH og þá lék hann allan fyrri hálfleikinn. Í gær lék hann fyrsta klukkutímann.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  4 Víkingur R.

„Spilaði 45 á móti FH og núna 60 á móti Grindvíkingum. Þetta er hægt og bítandi, megum ekki fara fram úr okkur. Tvö og hálft ár (frá) og núna allt í einu tveir (spilaðir) leikir á viku. Við þurfum að fara varlega með hann. 'So far so good'," sagði Arnar Gunnlaugsson.

Jón Guðni er 35 ára varnarmaður. Þessi fyrrum landsliðsmaður sneri aftur til Íslands í vetur eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Hann meiddist illa haustið 2021 og meiddist hann svo aftur í endurkomuferlinu og héldu þau meiðsli honum frá vellinum því alls í tvö og hálft ár.
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
Athugasemdir
banner
banner
banner