Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   mið 17. júlí 2013 10:52
Magnús Már Einarsson
Mágur Luis Suarez að ganga í raðir KR
Mynd: Heimasíða KR
KR-ingar eru að ganga frá samningi við spænska leikmanninn Gonzalo Balbi en þetta staðfesti Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Balbi hefur æft með KR undanfarnar vikur en hann er mágur Luis Suarez leikmanns Liverpool. Balbi getur leikið bæði sem bakvörður og á miðjunni.

,,Hann skrifar væntanlega undir samning í dag út þetta keppnistímabil. Hann er góður í fótbolta þessi strákur," sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Balbi, sem varð 21 árs í síðasta mánuði, var valinn í Nike Football Academy leiktíðina 2011-2012. Í akademíunni voru 16 leikmenn.

Þeir voru valdir úr 100 leikmanna hópi sem æfði í Barcelona í fyrra en upphaflega sóttust um 150 milljón leikmenn um allan heim að komast í akademíuna.

Balbi er ekki í leikmannahópi KR í Evrópudeildinni og því getur hann ekki verið í hóp gegn Standard Liege á morgun. Hann gæti hins vegar mögulega verið með KR gegn Stjörnunni á sunnudag.
Athugasemdir