Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 16:05
Elvar Geir Magnússon
Tveir stuðningsmenn Chelsea stungnir í Napólí
Mynd: EPA
Ítalíumeistarar Napoli taka á móti Chelsea í lokaumferð Meistaradeildarinnar í kvöld en það voru læti í ítölsku borginni í gærkvöldi.

Tveir stuðningsmenn Chelsea voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir hnífsstungum. Þeir eru ekki í lífshættu.

Samkvæmt fréttum voru þeir eltir af 25 harðkjarna stuðningsmönnum Napoli og kom til átaka.

Chelsea hefur biðlað til stuðningsmanna sinna sem ferðuðust til Ítalíu að fara sérstaklega varlega en það er þekkt að átök brjótist út meðal boltabullna í Napólíborg.
Athugasemdir
banner
banner