Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 17. júlí 2021 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fólk barðist um 'sjálfu' með Messi í Bandaríkjunum
Lionel Messi er í fríi með fjölskyldunni sinni í Bandaríkjunum eftir að hafa lyft Copa America bikarnum með Argentínu um síðustu helgi.

Hann er í samningaviðræðum við Barcelona en samningur hans við félagið rann út um mánaðar mótin.

Hann var að rölta út af veitingarstað í Miami þegar aðdáendur hópuðust í kringum hann og reyndu hvað þeir gátu að ná mynd af sér með honum.

Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu atviki má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner