Franska fótboltasambandið hefur sent FIFA, aþjóðafótboltasambandinu, kvörtun vegna myndbands sem Enzo Fernandez miðjumaður Chelsea og argentínska landsliðsins birti á samfélagsmiðlum.
Á myndbandinu er Enzo með liðsfélögum sínum í argentínska landsliðinu syngja um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun' að mati franska sambandsins.
Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð. Fofana á einn landsleik fyrir Frakkland.
Á myndbandinu er Enzo með liðsfélögum sínum í argentínska landsliðinu syngja um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun' að mati franska sambandsins.
Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð. Fofana á einn landsleik fyrir Frakkland.
Enzo Fernandez segist sjá eftir gjörðum sínum en í texta söngsins er efast um arfleifð svartra leikmanna franska landsliðsins. Stór hluti franska landsliðsins eru börn innflytjenda.
Chelsea er með sjö franska leikmenn sem eru þeldökkir eða af blönduðum kynþætti í sínum leikmannahópi. Félagið hefur sett af stað agaferli vegna myndbandsins og geti refsað leikmanni sínum.
„Lagið inniheldur mjög móðgandi orðalag og það er nákvæmlega óafsakanlegt. Ég er á móti mismunun að öllu tagi og biðst afsökunar á að hafa misst stjórn á mér í sigurvímunni eftir að við unnum Copa America," segir Enzo en myndbandið var tekið upp í liðsrútunni eftir að Argentína tryggði sér sigur í Suður-Ameríkubikarnum.
„Þetta myndband, þessi stund og þessi orð endurspegla ekki skoðanir mínar eða persónuleika."
Here is Enzo Fernandez and Argentina players celebrating that Copa America win by singing that racist France chant from the 2022 World Cup pic.twitter.com/pxoaX2MApE
— GC (@ValverdeSZN) July 15, 2024
Athugasemdir