Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 17. júlí 2024 11:14
Elvar Geir Magnússon
Enzo undir rannsókn vegna rasistasöngs
Enzo Fernandez í leik með Argentínu á Copa America.
Enzo Fernandez í leik með Argentínu á Copa America.
Mynd: EPA
Enzo var keptur til Chelsea á metfá á síðasta ári.
Enzo var keptur til Chelsea á metfá á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Franska fótboltasambandið hefur sent FIFA, aþjóðafótboltasambandinu, kvörtun vegna myndbands sem Enzo Fernandez miðjumaður Chelsea og argentínska landsliðsins birti á samfélagsmiðlum.

Á myndbandinu er Enzo með liðsfélögum sínum í argentínska landsliðinu syngja um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun' að mati franska sambandsins.

Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð. Fofana á einn landsleik fyrir Frakkland.

Enzo Fernandez segist sjá eftir gjörðum sínum en í texta söngsins er efast um arfleifð svartra leikmanna franska landsliðsins. Stór hluti franska landsliðsins eru börn innflytjenda.

Chelsea er með sjö franska leikmenn sem eru þeldökkir eða af blönduðum kynþætti í sínum leikmannahópi. Félagið hefur sett af stað agaferli vegna myndbandsins og geti refsað leikmanni sínum.

„Lagið inniheldur mjög móðgandi orðalag og það er nákvæmlega óafsakanlegt. Ég er á móti mismunun að öllu tagi og biðst afsökunar á að hafa misst stjórn á mér í sigurvímunni eftir að við unnum Copa America," segir Enzo en myndbandið var tekið upp í liðsrútunni eftir að Argentína tryggði sér sigur í Suður-Ameríkubikarnum.

„Þetta myndband, þessi stund og þessi orð endurspegla ekki skoðanir mínar eða persónuleika."


Athugasemdir
banner
banner