Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 11:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland með besta árangurinn af liðunum í öðru sæti
Icelandair
Ísland fagnar marki í gær.
Ísland fagnar marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður á EM.
Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sigurmark Íslands gegn Póllandi.
Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sigurmark Íslands gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ísland endaði undankeppnina fyrir EM 2025 í gær með 0-1 sigri gegn Póllandi á útivelli.

Stelpurnar okkar enduðu undankeppnina með 13 stig úr sex leikjum og lentu í öðru sæti í sínum riðli. Þær fara beint á Evrópumótið sem fer fram í Sviss á næsta ári.

Ísland átti möguleika á efsta sætinu í riðlinum og þær hefðu náð því ef Þýskaland hefði ekki unnið sigur gegn Austurríki í gær.

Ef Ísland hefði unnið riðilinn, þá hefði liðið verið í efsta styrkleikaflokki þegar dregið hefði verið í riðla fyrir EM á næsta ári og í næstu Þjóðadeild. En við verðum í öðrum styrkleikaflokki sem er nú alls ekki slæmt. Það mun gefa okkur möguleika á að komast lengra á Evrópumótinu.

Það sem meira er, þá var Ísland með besta árangurinn af liðunum í öðru sæti og þriðja hæsta stigafjöldann af öllum liðunum í A-deild í þessari undankeppni.

„Við vorum auðvitað mjög ánægðar með sigurinn gegn Þýskalandi en við vissum hvað væri í húfi í dag. Þær vinna sinn leik, Þýskaland, og við tökum þá bara annað sætið. Besta annað sætið í öllum riðlinum og við erum ánægðar að vera fimmta besta liðið," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Íslands, við Fótbolta.net í gær.

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið nokkuð góð undankeppni en dregið verður í riðla á EM þann 16. desember næstkomandi. Enn eiga sjö lið eftir að komast inn á mótið í gegnum umspil.

Styrkleikaflokkur 1:
Sviss (gestgjafar)
Spánn
Þýskaland
Frakkland

Styrkleikaflokkur 2:
Ítalía
Ísland
Danmörk
England

Styrkleikaflokkur 3:
Holland
???
???
???

Styrkleikaflokkur 4:
???
???
???
???
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Athugasemdir
banner
banner