Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 17. júlí 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Ingi að yfirgefa Belgíu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stefán Ingi Sigurðarson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að yfirgefa herbúðir belgíska félagsins Patro Eisden. Það sást til hans og umboðsmanns hans, Ólafs Garðarssonar, á Keflavíkurflugvelli í morgun.

Hann er að semja við félag í Skandinavíu en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafa Strömsgodset og Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni sýnt honum mikinn áhuga og sömuleiðis Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti.net greindi á dögunum frá því að áhugi væri á Stefáni í Noregi, Svíþjóð og í Belgíu og nú er ljóst að hann er að skipta um félag.

Hann er 23 ára framherji sem var markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar í fyrra þegar Patro Eisden keypti hann frá Breiðabliki.

Stefán byrjaði ellefu leiki og kom tólf sinnum inn á í belgísku B-deildinni á síðasta tímabili. Hann skoraði tíu mörk í 25 leikjum á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Ekki náðist í Ólaf við vinnslu þessarar fréttar.

Uppfært 14:25
Samkvæmt Nettavisen er Stefán að ganga í raðir Sandefjord.
Athugasemdir
banner
banner
banner