Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   mán 15. júlí 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nokkur tilboð borist í Stefán Inga
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur belgíska félagið Patro Eisden fengið tilboð í fleirtölu í framherjann Stefán Inga Sigurðarson.

Stefán Ingi var keyptur til félagsins frá Breiðabliki fyrir ári síðan og skoraði tíu mörk í 25 leikjum á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.

Félög frá Belgíu, Noregi og Svíþjóð hafa áhuga á kappanum.

Stefán er 23 ára gamall og var að spila frábærlega þegar belgíska félagið krækti í hann frá Blikum í fyrra. Hann var þá markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar.

Patro Eisden endaði í 6. sæti belgísku B-deildarinnar í fyrra. Stefán byrjaði ellefu leiki og kom tólf sinnum inn á í deildijnni á síðasta tímabili.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns, staðfesti við Fótbolta.net að mikill áhugi væri á Stefáni.


Athugasemdir
banner
banner
banner