David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
   fös 17. september 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Kári um nýja starfið: Yrði gráhærður eftir tvö ár sem þjálfari
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason tekur við nýju starfi hjá Víkingum eftir tímabilið en hann verður þá yfirmaður fótboltamála. Kári hefur staðfest að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Kári er með sterkar skoðanir á fótbolta og ræddi við Fótbolta.net um nýja starfið og fleira eftir fréttamannafund í Fossvoginum. Viðtalið má sjá hér að ofan.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er krefjandi starf og nýtt starf hjá félaginu. Það væri synd að leggja skóna á hilluna og fara í eitthvað allt annað því fótbolti er það sem ég þekki best og manna best að mér finnst," segir Kári.

„Þjálfun heillar mig ekki of mikið. Mér finnst óþægilegt að standa á hliðarlínunni og fylgjast með liðinu, ég verð of stressaður og yrði gráhærður eftir tvö ár í því."

„Við náum mjög vel saman og ég hlakka til samstarfsins. Hann er stjórinn yfir liðinu en ég verð honum innan handar ef á þarf að halda. Ég mun segja honum það sem mér finnst og nú get ég gert það á meiri jafnréttisgrundvelli."

„Ég er með ákveðnar skoðanir á fótbolta og tel mig þekkja sérstaklega varnarleik manna best. En ég hef lært mikið af Arnari og séð hvernig hlutirnir eru unnir, það hefur sett mig aðeins niður á jörðina. Ég er ekkert alvitur eða með mikilmennskubrjálæði. Það verður bara þægilegt að setjast niður og ræða hlutina."

Kári segir að í sínu starfi þurfi hann að hlúa að framtíð Víkings, hann sé með félagið að leiðarljósi. Ef Arnar Gunnlaugsson fer einn daginn þá muni liðið til dæmis halda áfram eftir sömu stefnu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner