Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 17. september 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Kári um nýja starfið: Yrði gráhærður eftir tvö ár sem þjálfari
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason tekur við nýju starfi hjá Víkingum eftir tímabilið en hann verður þá yfirmaður fótboltamála. Kári hefur staðfest að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Kári er með sterkar skoðanir á fótbolta og ræddi við Fótbolta.net um nýja starfið og fleira eftir fréttamannafund í Fossvoginum. Viðtalið má sjá hér að ofan.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er krefjandi starf og nýtt starf hjá félaginu. Það væri synd að leggja skóna á hilluna og fara í eitthvað allt annað því fótbolti er það sem ég þekki best og manna best að mér finnst," segir Kári.

„Þjálfun heillar mig ekki of mikið. Mér finnst óþægilegt að standa á hliðarlínunni og fylgjast með liðinu, ég verð of stressaður og yrði gráhærður eftir tvö ár í því."

„Við náum mjög vel saman og ég hlakka til samstarfsins. Hann er stjórinn yfir liðinu en ég verð honum innan handar ef á þarf að halda. Ég mun segja honum það sem mér finnst og nú get ég gert það á meiri jafnréttisgrundvelli."

„Ég er með ákveðnar skoðanir á fótbolta og tel mig þekkja sérstaklega varnarleik manna best. En ég hef lært mikið af Arnari og séð hvernig hlutirnir eru unnir, það hefur sett mig aðeins niður á jörðina. Ég er ekkert alvitur eða með mikilmennskubrjálæði. Það verður bara þægilegt að setjast niður og ræða hlutina."

Kári segir að í sínu starfi þurfi hann að hlúa að framtíð Víkings, hann sé með félagið að leiðarljósi. Ef Arnar Gunnlaugsson fer einn daginn þá muni liðið til dæmis halda áfram eftir sömu stefnu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner