Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
   fös 17. september 2021 13:00
Elvar Geir Magnússon
Kári um nýja starfið: Yrði gráhærður eftir tvö ár sem þjálfari
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Kári Árnason tekur við nýju starfi hjá Víkingum eftir tímabilið en hann verður þá yfirmaður fótboltamála. Kári hefur staðfest að hann muni leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Kári er með sterkar skoðanir á fótbolta og ræddi við Fótbolta.net um nýja starfið og fleira eftir fréttamannafund í Fossvoginum. Viðtalið má sjá hér að ofan.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er krefjandi starf og nýtt starf hjá félaginu. Það væri synd að leggja skóna á hilluna og fara í eitthvað allt annað því fótbolti er það sem ég þekki best og manna best að mér finnst," segir Kári.

„Þjálfun heillar mig ekki of mikið. Mér finnst óþægilegt að standa á hliðarlínunni og fylgjast með liðinu, ég verð of stressaður og yrði gráhærður eftir tvö ár í því."

„Við náum mjög vel saman og ég hlakka til samstarfsins. Hann er stjórinn yfir liðinu en ég verð honum innan handar ef á þarf að halda. Ég mun segja honum það sem mér finnst og nú get ég gert það á meiri jafnréttisgrundvelli."

„Ég er með ákveðnar skoðanir á fótbolta og tel mig þekkja sérstaklega varnarleik manna best. En ég hef lært mikið af Arnari og séð hvernig hlutirnir eru unnir, það hefur sett mig aðeins niður á jörðina. Ég er ekkert alvitur eða með mikilmennskubrjálæði. Það verður bara þægilegt að setjast niður og ræða hlutina."

Kári segir að í sínu starfi þurfi hann að hlúa að framtíð Víkings, hann sé með félagið að leiðarljósi. Ef Arnar Gunnlaugsson fer einn daginn þá muni liðið til dæmis halda áfram eftir sömu stefnu.

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner