Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 17. september 2022 20:08
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Einherji vann úrslitaleikinn gegn Árbæ
Einherji eftir leikinn í dag.
Einherji eftir leikinn í dag.
Mynd: Ingvi Ingolfsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Einherji vann úrslitaleikinn í úrslitakeppni 4. deildar gegn Árbæ en bæði lið fara upp í 3. deildina og munu leika þar á næsta ári.


Liðin spiluðu úrslitaleikinn á Sauðárkróki og komust Vopnfirðingar yfir í fyrri hálfleik. Maxim Iurcu skoraði markið og var staðan 0-1 í leikhlé.

Í síðari hálfleik fékk Serghei Diulgher beint rautt spjald í liði Einherja og því þurftu tíu Einherjar að klára úrslitaleikinn.

Baráttuglaðir Vopnfirðingar létu spjaldið ekki slá sig útaf laginu en misstu þó forystuna þegar Eyþór Ólafsson jafnaði á lokakaflanum. Leikurinn stefndi í framlengingu en það var mikil dramatík á lokamínútunum þar sem tíu Einherjum tókst að gera sigurmark. Carlos Javier Castellano gerði markið og fagnaði svo dátt að dómarinn sýndi honum gult spjald.

Það sakaði ekki og niðurstaðan frábær sigur Einherja.

Árbær 1 - 2 Einherji
0-1 Maxim Iurcu ('34)
1-1 Eyþór Ólafsson ('79)
1-2 Carlos Javier Castellano ('95)

Ýmir endar í þriðja sæti úrslitakeppninnar eftir sigur gegn Hvíta riddaranum í bronsleiknum. Emil Skorri Brynjólfsson gerði eina markið í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Ólafur Örn Plöder forystuna í upphafi þess síðari.

Patrekur Orri Guðjónsson minnkaði muninn fyrir Mosfellinga en það dugði ekki til og niðurstaðan 2-1 sigur Ýmis sem endar í þriðja sæti.

Ýmir 2 - 1 Hvíti riddarinn
1-0 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('12)
2-0 Ólafur Örn Plöder ('54)
2-1 Patrekur Orri Guðjónsson ('76)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner