Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 17. september 2022 18:49
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Gladbach skellti Leipzig og jafnaði Bayern á stigum

Gladbach 3 - 0 RB Leipzig
1-0 Jonas Hofmann ('10 )
2-0 Jonas Hofmann ('35 )
3-0 Ramy Bensebaini ('53 )


Borussia Mönchengladbach tók á móti RB Leipzig í lokaleik dagsins í þýsku deildinni. Það ríkti mikil eftirvænting fyrir þessa viðureign enda tvö af betri liðum deildarinnar síðustu árin.

Gladbach var betri aðilinn í dag og var með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Jonas Hofmann skoraði tvennu fyrir leikhlé og innsiglaði Ramy Bensebaini sigurinn í upphafi síðari hálfleiks.

Leipzig reyndi að minnka muninn eftir leikhlé en hafði ekki erindi sem erfiði og niðurstaðan sanngjarn sigur Gladbach.

Þýska deildin hefur farið skemmtilega af stað og er Gladbach jafnt margföldum Þýskalandsmeisturum FC Bayern á stigum í fjórða sæti - með 12 stig eftir 7 umferðir. Liðin eru þremur stigum á eftir toppliði Borussia Dortmund sem vann nágrannaslaginn gegn Schalke fyrr í dag.

Önnur úrslit:
Augsburg 1 - 0 FC Bayern
1-0 Mergim Berisha ('59 )

Bayer Leverkusen 1 - 1 Werder Bremen
1-0 Kerem Demirbay ('57 )
1-1 Milos Veljkovic ('82 )

Stuttgart 1 - 3 Eintracht Frankfurt
0-1 Sebastian Rode ('6 )
0-2 Daichi Kamada ('55 )
1-2 Tiago Tomas ('79 )
1-3 Kristijan Jakic ('88 )

Dortmund 1 - 0 Schalke 04
1-0 Youssoufa Moukoko ('78 )


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner