Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   þri 17. september 2024 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gabríel Hrannar í KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta staðfesti í dag að Gabríel Hrannar Eyjólfsson væri búinn að kveðja félagið og væri búinn að semja við KR um að spila með liðinu á næsta tímabili.

Ásamt því að spila með KR mun hann koma að þjálfun yngri flokka í Vesturbænum. Gabríel er enn einn leikmaðurinn sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótbotlamála hjá KR, þjálfaði á sínum tíma í 2. flokki KR.

„Gabríel Hrannar er uppalinn í KR en hann kom til Gróttu árið 2017 og hefur síðustu ár verið lykilleikmaður hjá félaginu. Ásamt því að spila fyrir meistaraflokk Gróttu hefur Gabríel einnig verið þjálfari hjá yngri flokkunum við góðan orðstír. Síðasta árið var hann yfirþjálfari yngri flokka ásamt Paul ásamt því að þjálfa 4. og 6. flokk karla.

Gabríel er sannur liðsmaður, góður samherji og fyrirmynd ungra iðkenda. Við kveðjum Gabríel með söknuði og óskum honum velfarnaðar í nýjum verkefnum,"
segir í tilkynningu Gróttu.

Gabríel er 25 ára og skoraði fimm mörk í nítján leikjum með Gróttu í sumar þegar liðið féll úr Lengjudeildinni.

Athugasemdir
banner
banner
banner