Man Utd orðað við tvo leikmenn Sporting - Hvað verður um Neymar? - Fyrrum lærisveinn Slot orðaður við Liverpool - Nær Arsenal í Vlahovic?
   fim 15. ágúst 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn úr Lengjudeildinni búnir að semja við KR
Lengjudeildin
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óliver Dagur Thorlacius.
Óliver Dagur Thorlacius.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmaður Gróttu, og Óliver Dagur Thorlacius úr Fjölni eru báðir búnir að semja við KR fyrir næsta tímabil. Þeir eru að verða samningslausir og ætla að ganga í raðir KR í vetur.

Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

KR reyndi að fá þá báða í glugganum sem lokaði síðasta þriðjudag en það gekk ekki eftir.

Gabríel Hrannar, sem er fæddur 1999, er uppalinn KR-ingur en hann hefur aldrei leikið fyrir meistaraflokk KR. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Kríu í 4. deild, lék svo með KV og Vestra en hefur nú leikið með Gróttu frá 2020.

Hann er miðjumaður sem hefur í sumar spilað 15 leiki í Lengjudeildinni og skorað þrjú mörk.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, núverandi þjálfari KR, þjálfaði Gabríel Hrannar á árum áður og þekkir hann vel. Hann þjálfaði líka Óliver Dag hjá Gróttu og í yngri flokkum KR.

Óliver Dagur, sem er einnig fæddur árið 1999, var lykilmaður í því þegar Grótta komst á sínum upp í efstu deild undir stjórn Óskars. Hann gekk í fyrra í raðir Fjölnis en hefur í sumar verið mikið í því að koma inn af bekknum hjá þeim.

Þeir munu báðir snúa til KR eftir tímabilið en Óskar Hrafn hefur verið mikið að vinna í því að fá gamla KR-inga heim í Vesturbæinn. Leikmenn sem hann þjálfaði í yngri flokkum félagsins.

KR er sem stendur í níunda sæti Bestu deildarinnar, fjórum stigum frá fallsvæðinu. Það er nú þegar búið að tilkynna það að félagið sé búið að semja við danska miðjumanninn Matthias Præst frá Fylki fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner