Óskar Hrafn segir óljóst hvenær Eiður Gauti snýr aftur. Sóknarmaðurinn hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla. Óskar var spurður út í stöðu Eiðs eftir leik KR og Víkings í gær.
Lestu um leikinn: KR 0 - 7 Víkingur R.
„Hann er byrjaður að æfa. Það kemur í ljós á næstu tveimur dögum hvort að hann megi fara inn á æfingar í fótbolta. Í dag er fullkomlega óljóst hvenær hann verður með.“
KR hefur skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Óskar segir liðið sakna Eiðs.
„Það hefur ekki verið mikið flæði. Við söknum Eiðs Gauta það er ljóst, við söknum þess að hafa ekki náð takti í þá sóknarlínu sem við viljum spila með.“
„Við erum með Amin og Galdur, nýja leikmenn sem við þurfum aðeins að breyta leikstílnum fyrir þá. Við höfum ekki náð að koma þeim nægilega vel inn í þetta.“
Viðtalið við Óskar má sjá hér fyrir neðan, hann er spurður út í sóknarleikinn á mínútu 3:45 og um stöðu Eiðs á mínútu 5:25.
Athugasemdir