sun 17. október 2021 17:47
Victor Pálsson
England: Tottenham svaraði fyrir sig eftir erfiða byrjun
Newcastle 1 - 3 Tottenham
1-0 Callum Wilson ('2 )
1-1 Tanguy Ndombele ('17 )
1-2 Harry Kane ('22 )
1-3 Son Heung-Min ('45 )

Tottenham vann útisigur á Newcastle United í kvöld er seinni leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram.

Það var boðið upp á fjör á St. James‘ Park í þetta sinn þar sem fimm mörk voru skoruð og fjögur af þeim í fyrri hálfleik.

Ballið byrjaði á annarri mínútu er Callum Wilson skoraði fyrir heimamenn sem voru ekki lengi að taka forystuna.

Tanguy Ndombele svaraði fyrir Tottenham á 17. Mínútu og stuttu seinna skoraði Harry Kane annað mark gestanna og kom þeim í 2-1.

Undir lok fyrri hálfleiks bætti Heung-Min Son við þriðja marki Tottenham sem fór með tveggja marka forystu inn í leikhlé.

Jonjo Shelvey kom inná sem varamaður hjá Newcastle á 60. Mínútu en hann átti enga draumainnkomu og lét reka sig af velli þegar sjö mínútur voru eftir með tvö gul spjöld.

Newcastle tókst þrátt fyrir það að minnka muninn í 3-2 en Eric Dier skoraði þá sjálfsmark fyrir Tottenham þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

Lengra komust þeir svarthvítu ekki og er það Tottenham sem fagnar þremur stigum í þetta sinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir
banner