Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 17. desember 2025 13:27
Elvar Geir Magnússon
Sóknarmaður Macclesfield lést í bílslysi eftir leik
Mynd: Macclesfield
Ethan McLeod, sóknarmaður enska liðsins Macclesfield, lést í bílslysi þegar hann ferðaðist heim eftir að hafa spilað fyrir félagið í gær.

McLeod var 21 árs og var nýbúinn að spila gegn Bedford Town í sjöttu efstu deild enska deildafyrirkomulagsins.

Slysið átti sér stað nærri Northampton klukkan 22:40 í gærkvöldi þegar hvít Mercedes bifreið hans lenti utan í vegriði.

Í tilkynningu frá Macclesfield er sagt að McLeod, sem var uppalinn hjá Wolves, hafi verið hæfileikaríkur leikmaður sem var gríðarlega vinsæll innan leikmannahópsins.

„Allir hjá félaginu eru niðurbrotnir eftir fréttirnar og engin orð fá lýst þeirri miklu sorg og missi sem við finnum nú fyrir," segir í tilkynningu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner