Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. janúar 2021 12:22
Elvar Geir Magnússon
Trippier verður í banni út febrúar
Kieran Trippier mun meðal annars missa af fyrri leiknum gegn Chelsea.
Kieran Trippier mun meðal annars missa af fyrri leiknum gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur staðfest leikbann sem enski bakvörðurinn Kieran Trippier hjá Atletico Madrid var dæmdur í fyrir að brjóta veðmálareglur.

Enska knattspyrnusambandið dæmdi Trippier í bannið en því var frestað fyrr í þessum mánuði eftir að Atletico Madrid áfrýjaði.

Spænska félagið taldi að enska sambandið gæti ekki dæmt leikmann í bann sem myndi gilda í deild í öðru landi.

En FIFA hefur staðfest dóminn og sagt að hann gildi um allan heim.

Trippier sendi vinum sínum skilaboð árið 2019 og sagði þeim að setja pening á að hann færi til Atletico Madrid.

Trippier verður í banni út frebrúar og mun missa af fyrri leik Atletico gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner