Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
banner
   mið 18. janúar 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Gallagher hefur engan áhuga á að yfirgefa Chelsea
Conor Gallagher hefur engan áhuga á að yfirgefa Chelsea. Þessi 22 ára leikmaður byrjaði síðasta leik Chelsea og hefur spilað 24 leiki í öllum keppnum með félaginu á yfirstandandi tímabili.

Crystal Palace, Nottingham Forest, Southampton, Everton og Newcastle hafa öll spurst fyrir um Gallagher.

Chelsea hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum en hinsvegar er meiðslalisti félagsins langur og stjórinn Graham Potter er einnig mótfallinn því að láta Gallagher fara.

Gallagher lék frábærlega á lánssamningi hjá Crystal Palace á síðasta tímabili en kom til baka til Chelsea síðasta sumar til að vinna sér inn sæti á Stamford Bridge.

Frammistaða hans gerði það að verkum að hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir England í nóvember.

Gallagher hefur engan áhuga á að yfirgefa Chelsea, ekki á meðan hann er að fá spiltíma hjá félaginu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner