Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mið 18. janúar 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Tuchel hefur áhuga ef stjórastarf Tottenham losnar
Evening Standard segir að Þjóðverjinn Thomas Tuchel, sem var rekinn frá Chelsea snemma á tímabilinu, hafi áhuga á að taka við Tottenham ef Antonio Conte hverfur á braut.

Tuchel er sagður hafa hafnað tveimur tilboðum úr ensku úrvalsdeildinni, annað þeirra var frá Aston Villa, og tilboði frá Bayer Leverkusen síðan hann yfirgaf Chelsea.

Margir stuðningsmenn Chelsea sakna Tuchel og var nafn hans sungið á leik á dögunum.

Framtíð Conte er í óvissu, gengi Tottenham hefur verið lélegt að undanförnu og ekki er ljóst hvort hugmyndir hans samræmist hugmyndum félagsins.

Tuchel stýrði Chelsea í Meistaradeildarsæti í tvígang og kom liðinu í báða bikarúrslitaleikina á síðasta tímabili en beið í bæði skiptin lægri hlut fyrir Liverpool eftir vítakeppnir.

Stóra stund Tuchel hjá Chelsea kom 2021 þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu. Áður á ferlinum hafði Tuchel komið Paris Saint-Germain í úrslit keppninnar en sá leikur tapaðist.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner