Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
   sun 18. febrúar 2024 16:35
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Fjórði sigur Bologna í röð
Joshua Zirkzee er að eiga gott tímabil
Joshua Zirkzee er að eiga gott tímabil
Mynd: EPA
Bologna vann fjórða leik sinn í röð í Seríu A á Ítalíu í dag er liðið heimsótti Lazio á Ólympíuleikvanginn í Róm.

Heimamenn í Lazio byrjuðu frábærlega. Ciro Immobile kom boltanum í netið á 13. mínútu en markið dæmt af vegna rangstöðu, en aðeins fimm mínútum síðar skoraði liðið fullkomlega löglegt mark.

Immobile lagði boltann út á Gustav Isaksen sem skoraði með föstu skoti í vinstra hornið.

Oussama El Azzouzi jafnaði metin tuttugu mínútum síðar eftir glórulausar ákvarðanir heimamanna. Lazio átti aukaspyrnu í eigin teig. Ivan Provedel, markvörður Lazio, fékk boltann en átti slæma sendingu úr teignum sem neyddi Luis Alberto til að senda hann aftur á Provedel. Markvörðurinn átti slæma móttöku sem endaði með því El Azzouzi komst í boltann og skoraði. Neyðarlegt í alla staði.

Joshua Zirkzee tryggði Bologna sigurinn með marki á 78. mínútu leiksins. Níunda deildarmark hans á tímabilinu.

Bologna vann 2-1 og er nú í 5. sæti með sjö stiga forystu á næsta lið en Lazio í 8. sæti með 37 stig.

Empoli og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli og var niðurstaðan sú sama í leik Udinese og Cagliari.

Úrslit og markaskorarar:

Empoli 1 - 1 Fiorentina
0-1 Lucas Beltran ('30 )
1-1 M'Baye Niang ('56 , víti)

Lazio 1 - 2 Bologna
1-0 Gustav Isaksen ('18 )
1-1 Oussama El Azzouzi ('39 )
1-2 Joshua Zirkzee ('78 )

Udinese 1 - 1 Cagliari
1-0 Jordan Zemura ('14 )
1-1 Gianluca Gaetano ('44 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 18 11 6 1 29 14 +15 39
3 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
4 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
5 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
9 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
10 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 19 3 7 9 19 29 -10 16
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
Athugasemdir
banner
banner