Mislav Orsic skoraði þrennu gegn Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld en leikið var í 16-liða úrslitum keppninnar.
Orsic er ekki nafn sem margir kannast við en hann hefur leikið með Zagreb frá árinu 2018.
Orsic skaut Zagreb í 8-liða úrslit keppninnar með þrennu í kvöld en Zagreb vann 3-0 eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-0 í London.
Þrenna vængmannsins var virkilega lagleg en það þriðja var í framlengingu til að tryggja liðinu áfram.
Um er að ræða 28 ára gamlan króatískan landsliðsmann sem hefur einnig leikið á Ítalíu og í Kína.
Þrennu hans má sjá hér fyrir neðan.
Mislav Orsic hatrick that sends Mourinho and Spurs sinking pic.twitter.com/TkeNCXlq53
— Amanda 🗝️︽✵︽ (@dt_bliss) March 18, 2021
Athugasemdir