Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   fim 18. mars 2021 20:57
Victor Pálsson
Myndband: Sjáðu magnaða þrennu Orsic gegn Tottenham
Mislav Orsic skoraði þrennu gegn Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld en leikið var í 16-liða úrslitum keppninnar.

Orsic er ekki nafn sem margir kannast við en hann hefur leikið með Zagreb frá árinu 2018.

Orsic skaut Zagreb í 8-liða úrslit keppninnar með þrennu í kvöld en Zagreb vann 3-0 eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-0 í London.

Þrenna vængmannsins var virkilega lagleg en það þriðja var í framlengingu til að tryggja liðinu áfram.

Um er að ræða 28 ára gamlan króatískan landsliðsmann sem hefur einnig leikið á Ítalíu og í Kína.

Þrennu hans má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner