Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   lau 18. mars 2023 12:40
Aksentije Milisic
Heimild: MBL 
Í fyrsta sinn í 12 ár sem Birkir missir af leik í undankeppni EM
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birk­ir Bjarna­son er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mun hefja leik í undakeppni EM á fimmtudaginn kemur.


Birkir er leikjahæsti leikmaður landsliðsins en þetta verður í fyrsta skiptið í tólf ár sem Birkir mun missa af leik í undankeppni EM.

Síðasti leikur sem hann missti af í þessari undankeppni var gegn Danmörku árið 2011 en hann var mættur í slaginn þegar Ísland mætti Noregi í Osló þann 2. september árið 2011. Síðan þá hefur hann spilað alla leiki landsliðsins í undankeppni og í lokakeppni EM.

Hann hefur einu sinni missti af leikjum í undankeppni HM og leikjum í Þjóðadeild. Annars hefur Birkir alltaf mætt og spilað. Hann spilaði 28 leiki í röð í undan- og lokakeppni EM, hvorki meira né minna.

„Við Birkir ræddum auðvitað saman. Hann er í svolítið erfiðri stöðu hjá sínu félagsliði í Tyrklandi, er að spila lítið, miklu minna en hann vonaðist eftir, og er að reyna að losna frá félaginu en það hefur tekið tíma."

„Vegna þeirrar stöðu sem hann er í þá vorum við sammála um að hann yrði ekki með að þessu sinni. Birkir er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og hefur enn mikið fram að færa, mikla og ómetanlega reynslu sem nýtist liðinu bæði innan og utan vallar, og hann er þannig leikmaður og karakter að hann setur hagsmuni landsliðsins fram yfir sína eigin," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner