Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„VAR er hallærislegt" - Lineker og Ferdinand mjög ósáttir með vítadóminn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Dejan Lovren var dæmdur brotlegur inn á vítateig Króata í leik gegn Tékklandi í dag. Atvikið átti sér stað á 33. mínútu leiksins og var það fyrir brot á Patrik Schick í fyrirgjöf. Leikmennirnir hoppuðu báðir upp en Lovren var dæmdur brotlegur nokkru síðar.

Schick lá eftir viðskipti sín við Lovren og var blóðugur.

Carlos Del Cerro, dómari leiksins, fór í VAR-skjáinn og dæmdi víti. Lovren fékk að líta gult spjald í kjölfarið.

Smelltu hér til að sjá atvikið.

Englendingarnir Rio Ferdinand og Gary Lineker höfðu sína skoðun á þessu atviki.

„Það er hvetjandi að sjá að VAR er jafn hallærislegt annars staðar. Aldrei víti," skrifaði Gary Lineker á Twitter. Hann á þá við í samanburði við hvernig það er notað á Englandi, í ensku úrvalsdeildinni.

Rio Ferdinand hefði viljað sjá dómarann taka aðra ákvörðun í þessu atviki.

„Þetta er eitt af þeim skiptum sem ekki er dæmt víti ef það væri ekki fyrir VAR. Þetta hefði ekki verið rætt án VAR og aldrei skoðað. Að við höfum VAR breytir öllu og dæmt er víti í þessu atviki. Mér finnst þetta ekki vera víti."

„Þeir fara báðir upp, báðir með hendur á lfoti. Einn fer augljóslega í hinn en mér finnst þetta ekki vera viljandi hjá Lovren að fara upp í einvígið til að meiða hinn aðilann. Lovren vinnur boltann og Lovren sér ekki Schick fyrr en mjög seint í atvikinu."

„Mér finnst að dómarinn þurfi á hjálp frá öðrum að halda í þessu atviki, eiga samtal við annan aðila áður en hann tekur ákvörðun,"
sagði Ferdinand á BBC þar sem hann er sérfræðingur.

Lokatölur leiksins urðu 1-1 en Schick kom Tékkum yfir úr vítaspyrnunni. Ivan Perisic jafnaði leikinn á 47. mínútu og þar við sat.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner