Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 18. júní 2023 13:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári um Loga og Aron Þrándar - „Mjög góð ákvörðun fyrir hans hönd"
Algjörlega undir Aroni sjálfum komið
Aron á að baki sautján A-landsleiki.
Aron á að baki sautján A-landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kannski kemur eitthvað á miðju tímabili sem er of gott til að segja nei við
Kannski kemur eitthvað á miðju tímabili sem er of gott til að segja nei við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að leita að styrkingum og ef Aron hugsar sér að koma heim þá er það eitthvað sem við myndum alltaf skoða," sagði Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, aðspurður út í möguleikann á því að Aron Elís Þrándarson snúi heim í Víking í sumarglugganum.

Samningur Arons við OB er að renna út og hefur það komið fram að hann mun ekki endurnýja samninginn. Honum er því frjálst að halda annað.

„Ég hef oft sagt að hann á nóg eftir (til að spila áfram erlendis), þannig við sjáum bara til. Þetta er algjörlega undir honum sjálfum komið, við tökum honum opnum örmum ef hann vill koma heim, en skiljum líka alveg ef hann vill reyna áfram fyrir sér í atvinnumennsku."

Miðjumaðurinn gekk í raðir Álasunds í Noregi eftir tímabilið 2014 með Víkingi og fór svo til OB í Danmörku eftir tímabilið 2019.

Sjá einnig:
Aron Þrándar á leið heim í Víking?
Arnar Gunnlaugs: Þurfum að hafa augun opin

Eiginlega óumflýgjanlegt
Kári var einnig spurður út í Loga Tómasson sem virðist á leið erlendis í atvinnumennsku, eina spurningin virðist vera hvenær það gerist.

„Logi hefur vaxið þvílíkt sem leikmaður, við neituðum tilboði fyrir tímabilið sem ég held að hafi verið mjög góð ákvörðun fyrir hans hönd - að bíða og þróast enn meira. Hann hefur svo sannarlega gert það á tímabilinu og er náttúrulega besti vinstri bakvörðurinn í deildinni. Það er bara tímaspursmál í rauninni hvenær eitthvað fer að koma inn á mitt borð, en ekkert formlegt komið ennþá. Maður heyrir ýmislegt, en það er ekkert komið á blaði og tekur því ekki að ræða um eitthvað sem er ekki niðurneglt."

Ef það kemur tilboð frá Norðurlöndunum í júlí, hvernig verður samtalið við Loga? Vitiði hvernig hann hugsar þetta í dag varðandi að klára mögulega tímabilið með Víkingi eða fara strax út?

„Það er samtal okkar á milli og í rauninni enginn fréttamatur hvernig það fer fram. Þessir strákar vilja allir fara út og auðvitað viljum við halda þeim sem lengst. Engu að síður viljum við þróa okkar leikmenn til þess að verða nógu góðir til þess að fara í atvinnumennsku. Það er það sem þetta snýst um ásamt því að reyna vinna alla leiki. Íslenska deildin er þannig að bestu mennirnir fara erlendis, það er eiginlega óumflýgjanlegt. Það er bara samtal okkar á milli. Kannski kemur eitthvað á miðju tímabili sem er of gott til að segja nei við," sagði Kári.

Sjá einnig:
„Alltof góður til að vera hérna lengur“
Víkingur hafnaði tilboði frá Riga í Loga Tómasson
Athugasemdir
banner
banner