Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 18. júní 2024 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
EM: Portúgal skoraði sigurmark í uppbótartíma
Mynd: EPA

Portúgal 2 - 1 Tékkland
0-1 Lukas Provod ('62 )
1-1 Robin Hranac ('69 , sjálfsmark)
2-1 Francisco Conceicao ('90 )


Portúgal og Tékkland skildu jöfn í síðasta leik fyrstu umferðarinnar í riðlakeppninni á EM í kvöld.

Cristiano Ronaldo slapp í gegn eftir um hálftíma leik en Jindrich Stanek markvörður tékkneska liðsins varði stórkostlega. Spurning hvort markið hefði fengið að standa þar sem Ronaldo var líklega rangstæður.

Fyrri hálfleikurinn var annars bragðdaufur en eftir klukkutíma leik tókst Tékkum að brjóta ísinn. Vladimir Coufal sendi boltann út á Lukas Provod sem skoraði með skoti fyrir utan vítateiginn, enn eitt markið á mótinu sem er skorað fyrir utan vítateiginn.

Tékkar voru ekki lengi með forystuna því stuttu síðar varð Robin Hranac fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Stanek kýldi boltann í fæturnar á honum.

Í uppbótatíma tókst Francisco Conceicao að skora sigurmarkið þegar boltinn datt fyrir hann inn í teignum eftir slæm varnarmistök. Stuttu áður hafði verið tekið mark af Diogo Jota.


Athugasemdir
banner
banner