Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
   þri 18. júní 2024 16:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Perugia hefur boðið tvívegis í Adam Páls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur ítalska félagið Perugia boðið tvívegis í Adam Ægi Pálsson leikmann Vals.

Perugia er í ítölsku C-deildinni, endaði í 4. sæti B-riðils deildarinnar og fór í 16-liða úrslit umspilsins um sæti í Seríu B á komandi tímabili en féll þar úr leik gegn Carrarese. Perugia var í B-deildinni í fyrra, en féll þá niður í C-deildina.

Adam Ægir er 26 ára kantmaður sem er á sínu öðru tímabili með Val. Hann kom að fjórtán mörkum í deildinni á síðasta tímabili í 20 byrjunarliðsleikjum.

Hann hefur einungis byrjað þrjá leiki í deildinni í sumar og hefur lagt upp eitt mark. Í bikarnum hefur hann skorað eitt mark og lagt upp eitt í þremur leikjum.

Síðasta sumar sýndi norska félagið Strömsgodset Adam mikinn áhuga en svo varð ekkert úr því.
Athugasemdir
banner