Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   fim 18. júlí 2024 23:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Líkara því sem Patrik þekkir frá Englandi - „Gæti ekki verið í betri höndum"
'Til þess er ég kominn hingað'
'Til þess er ég kominn hingað'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Súrsætt því maður vissi að það var stærri áskorun sem biði manns í framhaldinu.'
'Súrsætt því maður vissi að það var stærri áskorun sem biði manns í framhaldinu.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrik er 23 ára og uppalinn hjá Breiðabliki. Hann var keyptur til Brentford sumarið 2018. Hann á að baki fjóra A-landsleiki.
Patrik er 23 ára og uppalinn hjá Breiðabliki. Hann var keyptur til Brentford sumarið 2018. Hann á að baki fjóra A-landsleiki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Mjög gott að vera kominn aftur inn'
'Mjög gott að vera kominn aftur inn'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er nokkrum klössum ofar hér heldur en í Noregi'
'Þetta er nokkrum klössum ofar hér heldur en í Noregi'
Mynd: Kortrijk
'Á fyrsta degi var búið að græja fyrir mig íbúð og bíl, þurfti ekki að spá í neinu'
'Á fyrsta degi var búið að græja fyrir mig íbúð og bíl, þurfti ekki að spá í neinu'
Mynd: Kortrijk
Francky Vandendriessche er markmannsþjálfari Gent.
Francky Vandendriessche er markmannsþjálfari Gent.
Mynd: Kortrijk
'Maður gæti eigiinlega ekki verið í betri höndum'
'Maður gæti eigiinlega ekki verið í betri höndum'
Mynd: Getty Images
'Þetta bara gerðist'
'Þetta bara gerðist'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er fínt að vera kominn á næsta stað, þetta er frábær deild til að taka næsta skref og halda áfram að þróa sinn leik," sagði Patrik Sigurður Gunnarsson við Fótbolta.net. Hann var um helgina keyptur til belgíska félagsins Kortrijk frá Viking í Noregi þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.

Landsliðsmarkvörðurinn tók strax eftir miklum mun í umgjörð eftir komuna til Belgíu.

„Utanumhald og fjöldi starfsfólks, þetta er nokkrum klössum ofar hér heldur en í Noregi. Þetta er líkara því sem maður var vanur á Englandi (hjá Brentford). Þetta er stórt batterí og er vel hugsað fyrir öllu. Á fyrsta degi var búið að græja fyrir mig íbúð og bíl, þurfti ekki að spá í neinu. Það er virkilega vel komið fram við leikmenn hérna," sagði Patrik sem var svo spurður út í praktísku hlutina varðandi flutninga til Belgíu.

„Það er mikið sem þarf að græja. Ég er kannski heppinn... ég flaug nú bara yfir á sunnudag eftir að hafa spilað með Viking á laugardag og fór í læknisskoðun á mánudaginn. Ég er svo heppinn að vera með kærustu sem hefur búið með mér í Noregi. Hún þarf að sjá um að pakka öllu niður og koma íbúðinni okkar á sölu og græja hitt og þetta,"

Hún fær svona skemmtilegt hlutverk skaut fréttamaður inn í. „Segðu," sagði Patrik og hló.

Lagði upp mark í kveðjuleiknum
Viking sigraði Kristiansund á laugardag í kveðjuleik Patriks hjá félaginu. Hvernig var að spila þann leik?

„Það var spenningur og stress, mig langaði að enda þetta á góðum nótum. Það var súrsæt tilfinning að labba út á völlinn í síðasta skiptið, vitandi að þetta væri síðasti leikurinn fyrir framan þessa stuðningsmenn."

„Það var súrsætt því maður vissi að það var stærri áskorun sem biði manns í framhaldinu. Ég var virkilega þakklátur að geta kvatt stuðningsmennina og liðið með 2-0 heimasigri."


Það hefur væntanlega ekki skemmt fyrir að ná að leggja upp mark í lokaleiknum.

„Ég hef ekki komið með beinum hætti að marki áður, en við höfum alveg fengið nokkur mörk upp úr löngum sendingum frá mér, nokkur skipti þar sem mín sending er sú næstsíðasta."

„Við byrjuðum alltaf hálfleiki þar sem við byrjum með boltann á því að boltinn fer til baka á mig, ég er þá frekar ofarlega, ekki ósvipað og Arsenal gerir þetta, og fæ boltann beint eftir miðjuna. Ég tek svo langan bolta inn fyrir og það virkaði í þetta skiptið."


Gekk allt upp eins og það átti að gera
Patrik var í tæp þrjú ár hjá Viking. Fyrst var hann á láni frá enska félaginu Brentford en svo keypti norska félagið hann.

„Þetta var frábær tími. Þegar ég kom var kominn tími til að hætta öllu þessu lánsstússi, var búinn að fara fjórum sinnum á láni og vildi festa niður rætur, ná að mynda smá stöðugleika. Ég vildi vera einhvers staðar í meira en hálft ár og spila alla leiki. Það tókst. Planið var svo alltaf, bæði hjá mér og klúbbnum, að ég yrði seldur áfram. Þetta gekk allt upp eins og það átti að gera."

Félagið sýndi að það virkilega vildi fá Patrik
Kortrijk sýndi áhuga á Patrik í janúargluggans, það kom til boð frá Belgíu sem Viking hafnaði. Skiptir máli í þessum félagaskiptum að Kortrijk hafði áður sýnt áhuga?

„Já, það gerir það. Bæði fyrir mig að vita að þeir virkilega hafa áhuga og hafa fylgst með mér í svolítinn tíma. Svo gaf þetta Viking líka góða tilfinningu fyrir þessu og hjálpaði klárlega við að klára skiptin. Félagið sýndi með þessu að það virkilega vildi fá mig."

Var klár í að fara strax í janúar
Ef þú horfir til baka, finnst þér þetta hafa spilast hárrétt að þú hafir ekki farið til Belgíu á þeim tíma, heldur takir skrefið núna?

„Það skiptir í sjálfu sér ekki höfuðmáli. Ég var 110% klár í að koma í janúar og Freysi vissi það alveg, þótt ástandið hjá Kortrijk hafi ekki litið alltof vel út þá. Ég var tilbúinn að koma og reyna hjálpa. Ég hafði trú á því að liðið gæti haldið sér uppi og sagði strax við umboðsmanninn hvort við gætum ekki skoðað þennan möguleika í sumar. Það heldur betur gekk upp og gerðist."

Gluggi til að komast í enn stærri deildir
Það eru mörg stór félög í Belgíu og algengt að leikmenn úr deildinni fari í enn stærri deildir; svo sem þá frönsku, spænsku og ensku.

„Það er heill hellingur af toppliðum hérna sem hafa staðið sig vel í Evrópukeppnum. Þetta er hörkuldeild og mikil samkeppni. Maður hefur séð leikmenn fara úr þessari deild eftir 1-2 ár, fara héðan í toppdeidirnar, fá tilboð frá mjög öflugum félögum. Ef menn standa sig vel í þessari deild þá er oft litið á að þeir séu til í eitthvað ennþá stærra. Það gerir þetta mjög spennandi að möguleikinn virðist svo sannarlega fyrir hendi varðandi að taka svo annað skref ef vel gengur hér."

Freysi spilar stórt hlutverk
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk. Hversu stórt hlutverk spilar hann þegar kemur að því að vega og meta Kortrijk sem kost?

„Hann spilar stórt hlutverk. Maður þekkti hann aðeins frá landsliðinu og maður sá hvað hann gerði hjá Lyngby. Ég hef heyrt frábæra hluti af því hvernig hann gerði hlutina í Lyngby. Hann náði að halda Lyngby á floti og náði svo að halda Kortrijk uppi. Það er alltaf gott að hafa þjálfara sem þú þekkir til, treystir og hefur heyrt góða hluti af. Maður gæti eiginlega ekki verið í betri höndum."

Þarft að standa þig til að fá að spila
Er Patrik að koma sem fyrsti kostur í markið hjá Kortrijk?

„Það er alveg skýrt að þegar þú ert kominn í svona deild að þá er samkeppni um allar stöður. Ég veit að þeir væru ekki að fjárfesta í mér ef þeir hefðu ekki trú á því að ég geti hjálpað liðinu og styrkt það. Þetta virkar samt alltaf þannig að þú þarft að standa þig til að fá að spila næsta leik. Þeir og ég höfum trú á því að ég geti styrkt og hjálpað liðinu. Til þess er ég kominn hingað."
   18.07.2024 13:33
Markmannsþjálfarinn reyndi að fá Patrik fyrir tveimur árum

Væri skemmtilegt að fá fleiri Íslendinga
Það er búið að orða nokkuð marga íslenska leikmenn við Kortrijk og Patrik var spurður hvort hann væri að vonast til að fá fleiri Íslendinga til félagsins.
   27.06.2024 12:26
Margir Íslendingar á lista en of mikil áhætta að taka leikmann úr Bestu deildinni

„Það er búið að orða einhverja við félagið og já, auðvitað væri það alveg skemmtilegt að fá fleiri hingað. Ég veit að íslenskir leikmenn eru með það gott hugarfar að það gæti 100% hjálpað félaginu að fá fleiri svoleiðis inn. Það væri bara frábært."

Vel leyst hjá öllum aðilum
Ertu ánægður með hversu smurt þessi félagaskipti gengu fyrir sig?

„Já, ég er mjög þakklátur fyrir hvernig þetta fór allt saman. Það er náttúrulega ekki auðvelt fyrir Viking að leyfa mér að fara. Ég er búinn að vera markmaður númer eitt þar í þrjú ár og norska tímabilið er í fullum gangi. Það er ekkert æðislegt að missa markmanninn á miðju tímabili."

„Ég er þakklátur að Viking hafi sýnt mínum óskum skilning og leyft mér að fara með því að samþykkja tilboð. Þeir fjárfestu í mér fyrir tveimur og hálfu ári síðan með því að kaupa mig og vonuðust til þess að selja mig aftur. Það var markmiðið hjá þeim. Þeir vissu að sá dagur myndi koma að ég myndi fara og þeir voru búnir að neita tilboðum áður og vildu ekki fara gera það aftur. Þetta var vel leyst hjá öllum aðilum."


Frábært að vera kominn aftur í landsliðið
Fyrr á þessu ári sneri Patrik aftur í hópinn eftir smá fjarveru frá hópnum. Hvernig var að fá kallið aftur?
   03.01.2024 14:30
Patrik: Lærði meira af því að detta úr landsliðinu en vera þar á bekknum

„Það var frábært að koma aftur, mjög gott að vera kominn aftur inn. Ég datt út í þrjá glugga og virkilega gaman að vera kominn aftur. Ég lagði mikla vinnu á mig í Noregi til þess að halda áfram að bæta mig og náði að uppskera. Allir íslenskir leikmenn vilja vera í hópnum. Við vorum virkilega nálægt því að komast á EM í mars, súrt fyrir alla að missa af því, en hópurinn er á góðum stað núna og næsta er að koma okkur inn á HM."

Markið hjá Jóni Degi
Í júní vann íslenska liðið frækinn sigur á Wembley. Þar sem liðið vann var kannski ekki mikið fjallað um þá staðreynd að íslenski hópurinn kom seint í leikinn vegna umferðarteppu.

„Það var mjög steikt einhvern veginn hvað við komum seint á völlinn. Menn voru einbeittir, þurftu að græja sig hratt til að komast út í upphitun. Eins og Åge sagði eftir leikinn þá er fullt kredit á alla að mæta seint en samt ná að spila svona topp-toppleik. Það sýnir hversu sterkt hugarfar íslenskir leikmenn eru með."

„Ef ég hugsa til baka þá kemur upp í hugann markið hjá Jóni Degi. Hann setur John Stones á rassinn og skorar, 1-0. Við á bekknum horfðum á hvern annan og bara 'vó, þetta bara gerðist'. Þetta var frábært hjá honum. Frábær upplifun að verða vitni af þessu og vera partur af þessu,"
sagði Patrik að lokum.
Athugasemdir
banner