Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 18. júlí 2024 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markmannsþjálfarinn reyndi að fá Patrik fyrir tveimur árum
Patrik samdi við Kortrijk á dögunum.
Patrik samdi við Kortrijk á dögunum.
Mynd: Kortrijk
Francky Vandendriessche tók við sem markmannsþjálfari belgíska félagsins Kortrijk í sumar. Hann kom til félagsins eftir áratug í starfi hjá Gent.

Hann þekkir til hjá Kortrijk því hann starfaði þar tímabilið 2011/12.

Patrik Sigurður Gunnarsson var á dögunum keyptur til Kortrijk. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn var keyptur frá Viking í Noregi.

Patrik ræddi við Fótbolta.net um félagaskiptin og var hann spurður út í markmannsþjálfara liðsins.

„Fyrstu kynni af honum eru mjög góð. Ég þekkti hann ekki persónulega, hann er nýr hér en var áður í Gent. Hann hefur fylgst með mér í talsverðan tíma. Það var einhver áhugi frá Gent á mér sumarið 2022 og það var mestmegnis í gegnum hann. Koma hans styrkti stöðuna fyrir mig að koma hingað af því hann hefur fylgst lengi með mér. Hann er toppmarkmannsþjálfari, búinn að vera í Gent í tíu ár. Þú ert ekki í Gent í tíu ár nema þú vitir hvað þú ert að gera," sagði Patrik.

Seinna í dag verður viðalið við Patrik birt í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner