Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 11:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband Enzo skapar sundrung - Tíu hættir að fylgja honum
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: EPA
Wesley Fofana birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð.
Wesley Fofana birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð.
Mynd: Getty Images
Það eru miklir erfiðleikar í gangi innan leikmannahóps Chelsea þessa stundina eftir að Enzo Fernandez söng rasistasöng ásamt liðsfélögum sínum í Argentínu er liðið fagnaði sigri á Copa America.

Enzo hélt á myndavélinni og hefur fengið á sig hitann, en aðrir leikmenn Argentínu sem sungu einnig með virðast hafa sloppið með það.

Franska fótboltasambandið sendi inn kvörtun til FIFA vegna myndbandsins. Á myndbandinu er Enzo með liðsfélögum sínum í argentínska landsliðinu syngja um svarta leikmenn franska landsliðsins en söngurinn inniheldur 'rasisma' og 'mismunun' að mati franska sambandsins.

Wesley Fofana, liðsfélagi Enzo hjá Chelsea, birti skjáskot af myndbandinu á Instagram og sagði það kynþáttaníð.

Samkvæmt enska götublaðinu The Sun hefur myndbandið skapað sundrun í klefanum hjá Chelsea. Allt að tíu leikmenn liðsins eru hættir að fylgja Enzo á samfélagsmiðlum og eru reiðir út í hann Um er að ræða franskan kjarna hópsins að auki þriggja annarra leikmanna.

Nicolas Jackson, sóknarmaður Chelsea, reyndi að styðja Enzo opinberlega en hann eyddi síðar færslunni.

Hópurinn hjá Chelsea var ekki sagður mjög þéttur fyrir en þetta mál gerir ekkert til að hjálpa Enzo Maresca, nýjum stjóra liðsins fyrir komandi tímabil.

Enzo Fernandez segist sjá eftir gjörðum sínum og hefur beðist afsökunar, en það hefur ekki hingað til ekki gert mikið til að laga stöðuna hjá Chelsea. Óvíst er hvernig honum verður tekið þegar hann snýr aftur úr fríi.
Athugasemdir
banner
banner
banner