Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 18. ágúst 2021 15:25
Fótbolti.net
Fer ungstirni FH-inga til Dortmund?
William Cole Campbell.
William Cole Campbell.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hinn fimmtán ára gamli William Cole Campbell lék sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni á sunnudaginn þegar hann kom inn sem varamaður í sigri FH gegn Leikni.

Þessi efnilegi leikmaður stefnir erlendis í atvinnumennsku þegar hann verður sextán ára í febrúar á næsta ári.

Fram kom í Innkastinu að miklar líkur væru á að hann myndi fara til Borussia Dortmund í Þýskalandi.

„Hann er að fara í einhvern svakalega flottan klúbb, það er klárt mál. Ég heyrði að það væru miklar líkur á því að hann myndi ganga í raðir Borussia Dortmund," segir Elvar Geir Magnússon.

„Það eru líka flottir klúbbar í Danmörku sem vilja fá hann. Spurningin er bara hvaða leið hann vill fara."

Tómas Þór Þórðarson er spenntur fyrir þessum eftirsótta unga leikmanni.

„Kaninn ég vill svona tengingu. Getið þið ímyndað ykkur það þegar William Cole Campbell spilar fyrir íslenska landsliðið?" segir Tómas.

William á íslenska móður og bandarískan föður. Hann vill feta í fótspor móður sinnar og spila fyrir íslenska landsliðið eins og fram kom í viðtali við hann á Stöð 2 Sport.

Sjá einnig:
William Cole Campbell ætlar að velja Ísland
Innkastið - Reiði, rauð spjöld og TikTok skot úr stúkunni
Athugasemdir
banner
banner
banner