Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
Innkastið - Vesturbæjarvonir og Vestradraumar
Ungstirnin - Íslandsvinur og ungir Framarar bjarga hlutunum
Enski boltinn - Toppuðu sig í fáránleikanum
Útvarpsþátturinn - La Masia í Garðabæ og norsk falleinkunn
Heimavöllurinn: Þrjú stig og ljótur skellur
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Innkastið - Sandkassaleikur og möguleika sturtað niður
Útvarpsþátturinn - Flottir Evrópu-Blikar og Herra Víkingur
Leiðin á Laugardalsvöll - Hitað upp með þjálfurunum
Innkastið - Nýr Maggiball og mestu skemmtikraftar Bestu
Ástríðan 22. umferð - Lokaumferðin gerð upp
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Heimavöllurinn: Takk Sif, Blikar snúa aftur og erfitt í eyjum
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
Útvarpsþátturinn - Leitin að varnarmönnum og goðsögn kvödd
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Heimavöllurinn: Þrír í röð hjá Val, rán í Krikanum og biluð botnbarátta
Eggert Aron - Ákvörðunin
Ástríðan 21. umferð - Blóðug barátta á mörgum vígstöðum
   mán 18. september 2023 10:49
Elvar Geir Magnússon
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.

Í þessum þætti kynna þeir til leiks Keito Nakamura (2000) en þetta er japanskur landsliðsmaður sem er mikið líkt við samlanda sinn Kaoru Mitoma en þeir eru báðir teknískir kantmenn . Fjallað er um Yankuba Minteh (2004) en hann var keyptur í sumar til Newcastle og lánaður til Feyenoord, virkilega spennandi kantmaður sem er fæddur í Gambíu.

Bilal El Khannous (2004) er einnig kynntur til leiks en hann var einn yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Katar en þessi efnilegi miðjumaður byrjaði þriðja sætis leikinn gegn Króatíu en hann hefur verið að gera frábæra hluti með Genk í belgísku úrvalsdeildinni.

Hringt er til Belgíu þar sem að Stefán Ingi Sigurðarson er á línunni en Stefán var auðvitað seldur frá Breiðabliki í sumar og leikur í belgísku B-deildinni. Farið var um víðan völl í þessu símtali, allt frá Breiðabliki, háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo margt margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.
Athugasemdir
banner
banner