Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
Kjaftæðið - Jason Daði á heimleið?
Kjaftæðið - Viðbjóður í Varsjá
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur í Varsjá og Heimir gegn Ronaldo
Kjaftæðið - Ísland í lykilstöðu fyrir umspilssæti
Hugarburðarbolti GW 11 Úr skúrk, yfir í hetju á einni viku!
Enski boltinn - Var tímabilið að sveiflast þarna?
Kjaftæðið - City valtaði yfir Liverpool og Amorim drullaði á sig
Útvarpsþátturinn - Davíð Smári, kapallinn og ensk verðlaun
Kjaftæðið - Frankarinn kominn heim og lét til sín taka!
Hugarburðarbolti GW 10 Hver er hinn fullkomni fantasy leikmaður?
   mán 18. september 2023 10:49
Elvar Geir Magnússon
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nýjasti þátturinn af Ungstirnunum er kominn út; þátturinn sem kynnir fyrir þjóðinni næstu stórstjörnur fótboltans. Þáttastjórnendur eru þeir Arnar Laufdal og Bjarni Þór Hafstein.

Í þessum þætti kynna þeir til leiks Keito Nakamura (2000) en þetta er japanskur landsliðsmaður sem er mikið líkt við samlanda sinn Kaoru Mitoma en þeir eru báðir teknískir kantmenn . Fjallað er um Yankuba Minteh (2004) en hann var keyptur í sumar til Newcastle og lánaður til Feyenoord, virkilega spennandi kantmaður sem er fæddur í Gambíu.

Bilal El Khannous (2004) er einnig kynntur til leiks en hann var einn yngsti leikmaðurinn sem spilaði á HM í Katar en þessi efnilegi miðjumaður byrjaði þriðja sætis leikinn gegn Króatíu en hann hefur verið að gera frábæra hluti með Genk í belgísku úrvalsdeildinni.

Hringt er til Belgíu þar sem að Stefán Ingi Sigurðarson er á línunni en Stefán var auðvitað seldur frá Breiðabliki í sumar og leikur í belgísku B-deildinni. Farið var um víðan völl í þessu símtali, allt frá Breiðabliki, háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo margt margt fleira.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum að ofan, í öllum hlaðvarpsveitum eða á Spotify.
Athugasemdir