Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 18. október 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anderlecht sektað því Kompany skortir þjálfararéttindi
Kompany er spilandi þjálfari Anderlecht.
Kompany er spilandi þjálfari Anderlecht.
Mynd: Getty Images
Belgíska félagið Anderlecht hefur verið sektað um 5000 evrur (tæplega 700 þúsund íslenskar krónur) af belgíska knattspyrnusambandinu fyrir ráðninguna á þjálfara sínum, Vincent Kompany.

Kompany er ekki með nægileg þjálfararéttindi til að þjálfa í belgísku úrvalsdeildinni. Allir þjálfarar í efstu deild Belgíu þurfa að hafa UEFA Pro þjálfararéttindi.

Kompany er ekki kominn með UEFA Pro þjálfararéttindi.

Kompany var ráðinn spilandi þjálfari hjá Anderlecht eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Manchester City. Kompany ólst upp sem leikmaður hjá Anderlecht.

Anderlecht reyndi að halda því fram að Simon Davies, sem fylgdi Kompany frá Man City til Anderlecht, væri aðalþjálfari liðsins. Belgíska knattspyrnusambandið hafnaði hins vegar því og notaði tilkynningar frá Anderlecht til þess.

Það hefur ekki gengið vel hjá Kompany í byrjun tímabils. Anderlecht hefur aðeins unnið tvo af fyrstu 10 leikjunum og er í 13. sæti af 16 liðum.

Anderlecht hefur núna sagt að Frank Vercauteren sé þjálfari liðsins. Hann hefur réttindin til þess. Einnig er sagt að Davies sé aðstoðarþjálfari hans.

Þó segir bara að Vercauteren sé þjálfari á leikdögum, sem bendir til þess að Kompany sé enn þjálfari liðsins.

Það var tekin ákvörðun um það snemma á tímabilinu að Kompany myndi einbeita sér að hlutverki leikmanns á leikdögum, en hann meiddist í fimmtu umferð og hefur ekki spilað síðan þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner